Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 24

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 24
24 ÓÐINN Sigga: Já. Ragnar: Jeg fer ekki með ykkur! Jeg er satt að segja mjög lasinn. Hildur: Pað er enginn vandi að sjá það. Pú ert náfölur. Ottó: O, ætli það liði ekki frá, Itagnar? Ragnar: Nei — ekki fyrst um sinn! Geiri: Petta er afarleiðinlegt! (Lína og Magga taka í sama strenginn). Hildur: Við látum hann ráða í þetla sinn. Jeg gæti líka aflýst ballinu. Lína og Magga: Aflýst! Ragnar: Nei, í öllum bænum gerðu það ckki. Pað er líka altof seint nú. Hin: Já, altof seint! Hildur: Jæja, vertur þá sæll, drengur minn! Og láttu þjer nú batna fljótt! (Þau kveðja Ragnar og fara). Sigga (ætlar inn til sín); Góða nótt! Ragnar (það er óstyrkur á honum): Nei — bíddu — jeg ætla að tala við þig! (Gengur um gólf í æstu skaþi). Sigga: Hvað vildirðu mjer! Ragnar: Fyrir löngu síðan keypti jeg fallegasta hlutinn, sem þig langar til að eiga. Hann liggur þarna inni í herberginu mínu. Sigga: Nei — er það satt? Pakka þjer fyrir. (Tekur í hönd honum). Hversvegna titrar þú svona, Ragnar? Ragnar: Jeg er veikur af mínum eigin styrldeik. Pess vegna skelfur hönd mín. Sigga (Pau hafa fært sig nær og nær dyrum Ragnars): Fæ jeg hlutinn í kvöld — eða eigum við að bíða þangað til á morgun. (Horfir á Ragnar — hrædd). Já við bíðum! Ragnar: Nei, nei. (Próttur í orðunum). Nú eða aldrei. (Hann opnar dyrnar í flýti — tekur djarft í Siggu og fer með hana innfyrir). Sigga (milli vonar og ótta): Ragnar! Annar þáttur. Sama stað. Kvöld. Tunglið lýsir upp aftari hluta stofunnar hægra megin. í gegnum gfuggann sjer maður hvíta sljettu. Kristín, Ella og Einar eru í stofunni. Einar framarlega á miðju gólfl — Ella i stól skamt frá dyrum Ragnars. Kristín stendur hjá dyrunum. Kristín (hlustar við dyrnar): Guð minn góður! Pú getur ekki ætlað mjer að bera þennan kross! Ella: Veslings Ragnar! Kristín: Aldrei kvartar þú, Ella mín! Ella: Jeg hef yfir engu að kvarta. Kristín: Ef allir þeir, sem þjást, hefðu þína trú, barnið mitt, yrðu andvörpin færri. Einar (leikur sjer með dálítinn trjehest): Hott, hott! Kristín: Nú eru bráðum tveir dagar siðan hann hefur bragðað mat. Ymist heyrist mjer hann biðjast fyrir eða þá æða fram og aftur um gólfið. Hann hefur mörgum sinnum spurt að, hvort pósturinn væri kominn. Jeg veit hvað hann óttast. Ella: Mest kvelst hann þó líklega af óvissunni um Siggu. Kristin: Nú heyrist mjer hann hiðjast fyrir. Ó, guð hjálpaðu lionum. Við skulum biðja með honum, Ella! (Hún setst við hliðina á Ellu). Einar (kemur til mömmu sinnar): Mamma — jeg er þreyttur, má jeg sitja hjá þjer. (Hann setst). Hvað er þetta svona heitt á kinninni á þjer? Kristín: Pað er ekkert. Einar: Pú grætur. Er það af þvi að pabbi kemur ekki? Kristín: Jr, Einar minn! Einar: En nú kemur hann bráðum. En hvað þá verður gaman. Sverð og skjöldur handa mjer — augu handa Ellu. Jeg hefði líka átt að fá augu. Sigga þarf ekkert að fá. Hún er hjá Ólöfu. Pað er nóg handa hcnni. Pví er hún annars svona lengi þar? Er hún veik? Hvers vegna kemur hún ekki heim? Elsku mamma mín, vertu nú ekki að gráta. Jeg skal kyssa þig og vcra vænn drengur! Kristín: Pú ert mikið blessað barn. Ragnar (í dyrunum — röddin er hljómlaus): Er póst- urinn ennþá ókominn? Kristín: Já. Jeg skil ekkert í því. Það er svo langt síðan skipið kom. Heyrðir . . . sáslu þegar það kom? Ragnar: Já, jeg sá þegar það kom. Pú færð mjer brjefin, þegar þau koma — bæði mitt og þitt. Jeg les þau fyrir þig. Kristín: Pú — lesa þau fyrir mig? Ragnar: Er þjer það á móti skapi? Kristin: Nei — sei, sei! Pú mátt svo sem gjarnan lesa þau! Ragnar: Mamma, mig langar lil þess að tala fáein orð við þig, af því við erum ein. Kristín: Já, sonur minn. Pau geta farið inn á meðan. Ragnar: Hvern áttu við — nú, krakkarnir. Jeg tók ekki eftir þeim — tók bara ekki eftir þeim. Ella (er staðin upp): Við skulum koma, Einar. (Pau fara). Ragnar: Pá erum við ein! Kristín: Já. (Hún gengur nær Ragnari — rekur upp hljóð — stansar). Ragnar: Pví varð þjer svona ílt við? Kristín (svarar ekki alveg strax): Mjer lieyrðist Einar detta. Ragnar: Svo — var pað ástæðan. (Þögn). Jeg hef hugsað margt síðustu dagana. Kristín: Pú mátt ekki loka þig svona inni. Pú lofar engum að tala við þig. Jeg er orðin i ráðaleysi með hvað jeg eigi að segja, þegar spurt er eftir þjer. Ragnar (sokkinn ofan í sínar eigin hugsanir): Pú varst einhverntíma mjög veik í æsku þinni — eða þú datst og meiddir þig hræðilega. Er ekki svo? Kristin: Jeg veik? Nei! Ragnar: Pá hefurðu dottið. Kri8tin: Ekki get jeg munað eftir því. Mjer hefði þá verið sagt frá því síðar. Ragnar: Pú getur hreint ekki munað eftir að hafa meitt þig? Kri8tin: Nei! Ragnar: Pað hlýtur að vera. Pví ættirðu að vera hrædd við að segja mjer það? Kristín: Pví spyrðu svona hranalega............feg skil hvað þú átt við. Pú heldur, að jeg sje völd að ógæfu barnanna!

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.