Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 48
48 ÓÐINN Til „Fálkanna"/) islensku skautaleikendanna í Winnipeg, er á síðastliðn- um vetri og þessu vori unnu sjer heimafrægð í Mani- toba, pjóðfrægð í Canada og heim'sírægð í Antwerpen. IJúsund-ára-æsku Islands, Vínlands kappar! Væringjarnir vestra! Valir! Ykkar skál! Guðaveigar heilla, hepni, hreysti, fimi, kapps og snildar sjóði’ í blóði, beinum, laugum, brennist djúpt í ykkar sál. íslensk þökk á höfuðstafi hæslu handa nöfnum sinna óskasona. Ungu Fálkar! Framtíð ykkar verði frægð, er geymi hennar sögu mál. Ættmenn okkar fornu aflraunir sjer tömdu; ljeku’ á landi’ og höfum lista’ og hreystibrögð. Glímdu þeir við birni’ og blámenn, berserki og ramma drauga; þreyttu köf og sund sem selir, svifu fjöllin snæfi lögð. Uti’ í löndum upp á líf og dauða íþrótlirnar Ijeku megin-krafti. Hetjuverkin frama þeirra’ og frægða lluttust heim og verða’ um aldir sögð. Þið með þeirra orku þreytið leik á velli þar til ofjarl enginn ykkur halsar völl. Oskir bestu ykkur fylgja íss um heima — stundum kalda. Verði okkar bestu bænir brautargengi á sigurfjöll! íslensk gifla, drenglund, dáð og ending, dafni’ í ykkar listum fyrst og seinast. Þúsund ára endurbornu kappar, ykkur glymji þreföld húrra-köll! Porsleinn P. Porsteinsson. 1) Lag við þetta kvæði, eftir Jón Friðfinnsson, kemur i næsla Iiei'ti. Helgimynd hildarleiksins. Atviki pessu skýrði tónsnillingurinn frægi, Paderwski, frá, á einni af samkomum peim, sem hann hjelt til hjálpar samlönclum sínum, Pólverjum. Duna við herlúðrar, hamslaus og ærð hildarþjóð veður fram stríðsblóði nærð. Andskotar fylkja þar andskotum mót — ættgreinar sömu: frá pólverskri rót. Bræður mót bræðrum á bræðranna grund berjast nú fjendur á örlagastund, — Tveir sækjast hermenn á heiptlega, fast, horfast í augu með dauðaglott hvast. Pólverjar báðir, en sinn hverri úr sveit: Zarsins og keisarans lögstolna reit. Pjóðástin glötuð í þrælkunar vist, þjóðböndin slitin og ælternið mist. Byssustingur brjóslið annars smaug, blóði hálfkæfð stundi hann orðin þaug, »Jesú María!«, á jörðu er fallinn lá; »Jesú María, smábörn fimm jeg á!« Sigrandinn heyrði in síðustu orð, samviskan rumskaðist — kærði hann um morð. Lögmæti drápsins ei líknaði sál, lamaðist aflið og förlaðist mál. Hjarta hans nístist af harmsárri kvöl, hugurinn sturlaðist — þoldi ei það böl. Síðan á geðveikra hælinu hann hljóður nú starir og þekkir ei mann. Angistin mænir úr andliti grá, augað er tárlaust en sokkið und brá. F’riðræntur (Ijúgeiðum lífsæran seld) líkt og hann þrammi um helvítis eld. Nótt og dag er grafin gröfin hans — gæfuleysið eini sigurkrans. — Jafnt og þjett hann játning muldrar þá: »Jesú María, smábörn fimm jeg á!« Porsteinn P. Porsteinsson. Ódinn hlýtur að hækka í verði nú, eins og hin tímaritin. Eiinreiðin kostar nú 10 kr. árg. og Iðunn 7 kr. Óðinn verður 7 kr. 50 au., það er þrefalt verð við það, sem var fyrir 15 árum, þegar hann byrjaði að koma út, og fram á slríðsárin. En hann hefur of seint verið færður upp, svo að tekjur hans síðustu árin hafa ekki náð kostnaðinum. I’reulsmiðjan Gutcnberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.