Óðinn - 01.01.1923, Page 4

Óðinn - 01.01.1923, Page 4
4 ÓÐINH júlí), nema jeg og þrír aðrir, sem vorum síðgotungar eða haustbornir skólasveinar. Varð jeg því fyrir því happi að horfa og hlýða á þjóðhátíðina á Þingvelli og í Reykjavík (þá síðari). Hannes Hafstein var þá yngstur piltur í skóla, jeg næsfyngstur (tæpu ári eldri) og var ekki örgrant um, að ýmsir góðviljaðir karlar og konur teldu það óráð mikið að senda slíka hvolpa norðan úr Eyjafirði og austan úr Norður-Múlasýslu hingað suður til menta. Hannes settist þegar ofarlega, varð 4. af nýsveinum (nokkrir voru þar eftirlegumenn fyrir, og sátu þeir, samkvæmt venju, efstir til næstu röðunar), en síð- ar hækkaði hann smám saman og ljet sjer, þegar á leið skólatíðina, ekki minna nægja en efsta sæti á efsta borði. Allir urðum við »busarnir« á það sáttir, þótt ungir og heimskir vær- um, að velja okk- ur næstelsta pilt- inn af nýsveinun- um fyrir umsjón- armann, Pálma sál. Pálsson (síðaryfir- kennara), sem í prúðmensku, still- ingu og rjettvísi bar af okkur öllum, og hjelt hann því heiðurssæti alla skólatíð okkar. Einkennilegt mun það þykja, en satt er það samt, að H. H. og jeg kyntumst aldrei innilega fyr en tvö síðustu ár okkar í skóla, þótt við sætum við sama borðið öll sex árin. Jeg hef því örfátt um hann að segja framan af skólaárunum. — En það kom eitt atvik fyrir í busabekk, sem benti ótvírætt í foringja- áttina og út í framtíðina. — Einn vaskur og víga- mannlegur, sterkur og hugdjarfur Húnvetningur, elsíur okkar sambekkinganna, varð fyrir því óhappi að verða neðstur í bekknum. í undirbúningsstundum sat Pálmi umsjónarmaður jafnan í kennarasætinu (kaþed- runni) andspænis okkur öllum og næstur neðsta bekkjar borði. Svo var það einn góðan veðurdag, að Hannes segir við okkur ýmsa sambekkingana á efri borðunum: »Jeg flutti með mjer úr föðurhúsum hann Kleifsa gamla (Nucleus latinitatis e. Jón bisk. Arnason, útg.á Hólum 1738 latínsk-ísl. orðabók).Við eigum margar yngri og betri orðabækur yfir latínu hjer í bekknum. Jeg ætla nú að fórna föðurgjöfinni. Við rífum Kl. gamla og tætum allan í sur og hnoðum úr honum brjefkúlur. En eitt set jeg að skilyröi, að kúlurnar sjeu stórar, vel hnoð- aðar, bleyttar í munnvatni okkar eða skólatunnuvatninu, síðan hertar. Svo þegar jeg blæs í vasapípuna mína, þá skal hefja orrahríð í einni svipan og láta þær allar á einu augnabragði lenda í hnakkadrambinu á »fúxinum««. Þetta þótti okkur hinum hið mesta þjóðráð. — Þegar pípan blístraði, dundi kúlnahríðin á hið hnarreista höfuð. Jötunbjörninn stóð upp, tígulegur og alvar- legur, leit framan í umsjónarmanninn og sagði: »Pálmi! Þú ábyrgist þá! Annars drep jeg þá!« Umsjónarmaður kvaðst þurfa að búa sig undir morguntímana og sagð- ist ekki geta varið vinnutíma sínum til varnar einum bekkjarbróður, en áminti okkur samtímis um að gæta hófs og reglu. Auðvitað var lofað bót og betrun, en eftir skamma stund byrjaði kúlnahríðin aftur, því að skotfæri voru næg. — — Síðan hef jeg oft, dapur í huga, hugsað til Kleifsa gamla, þessa ágætis eintaks, sem varð að láta lífið svo óvirðulega og ómaklega, fyrir ungæði nokkurra skóladrengja. A þeim árum eimdi enn eftir af harðhnjósku efri- bekkinga við busana. Urðu busarnir, einkum þeir, er minstir voru, mest fyrir hnjóskinu. Tók jeg þráfaldlega eftir því, að H. vildi aldrei láta sig, kvarta, æja eða brynna músum í því tuski, heldur settist hann hljóður og alvarlegur niður eftir ósigurinn, að loknum Ieikn- um. — Það var karlmenska í sálunni. I sambandi við þetta vil jeg geta farar okkar nokk- urra norðanpilta yfir Kaldadal eitt haust á suðurleið. Þá var hellirigning með svo beljandi stormi, að við urðum að grúfa fram á makkann yfir allan »Langa- hrygg«, til þess að geta setið á hestbaki, og ljetum drjúpa á blessaðan hesthálsinn versta hroðann. Þá var Hannesi skemt, og mun það ferðalag hafa orðið til- efni vísnanna alkunnu: »Þá kaldur stormur um karl- mann fer« o. s. frv. og: »Jeg vildi að það yrði nú ær- legt regn og íslenskur stormur á Kaldadal«. Þá minnist jeg enn eins atviks frá skóladögum okkar. Stenberg sálugi leikfimiskennari, formaður Ó- lafs Rósenkrans, í þeirri stöðu, hafði einhverju sinni í fyrndinni verið liðþjálfi (sergent) á St. Croix, í Vestur-Indíum, og þeirri tign gat hann aldrei gleymt. Hann var hermannlegur sýnum og góður karl. En svo var um hann sem fleiri: »Það ungur nemur, gam- all temur«, og því þótti honum vænna um skilmingar og á Hannnes Hafstein 12 ára.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.