Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 5
ÓÐINN
3
í*
w
vandaði meira til þeirra en annara greina leikfiminnar.
Sverðin voru samt hræðileg verkfæri, ljót, klunnaleg
og þung, hjálmar og brynjur að sama skapi, svo að
við fórum ætíð kófsveittir og máttvana frá þeim háska-
lausa hildarleik. — Einu sinni vildi svo til í æfingu,
að H. Hafstein, eða andstæðing- hans, hafði tekið
skakt lag, skakkan terts eða kvá.r; andstæðingurinn
svaraði með öðru skökku, hinum að óvöru. Báðir reidd-
ust. Prímar, tertsar, kvartar og kvintar, allar reglur
gleymdust; í þess stað gengu slögin á hausana frá
báðum hliðum miskunnarlaust. Stenberg eygir þetta
úti við dyrnar, hrópar sitt hrynjandi: »Stop, drenge,
her skal være militær gymnastik, men intet menneske-
slagteri«. Svo lauk þeirri Hausaskeljaorrustu. Þeir hættu.
Hannes var þegar í æsku tápmikill og metnaðar-
gjarn, og þó með nokkurri forsjá.
Þá skal að síðustu nefndur einn viðburður í fjelags-
lífi okkar sambekkinganna, sem brátt varð bæfleygur,
enda gerðist hann utan skólans.
Svo nefnd »Eldsvoðanefnd Reykjavíkur« var sett á
stofn hjer í bæ um eða upp úr þjóðhátíðinni; varð
Geir útgerðarmaður Zoega fýrstur slökkviliðsstjóri
og hafði þann starfa á hendi um árin 1875—1881.
Voru þá keyptar handdælur (handdæla?) og ýms
önnur bráðnauðsynlegustu gögn útveguð handa slökkvi-
liðinu.
Þá bar það til einn góðan veðurdag (mig minnir
það væri á útmánuðum 1880), að slökkviliðið kemur
upp að læknum, sem enn í dag greinir skólalóðina
frá lágbænum, þótt nú sje orðinn ósýnilegur, raðar
sjer með slökkvitól sín gegnt skólanum og byrjar
að gusa á skólann. Auðvitað hafði slökkviliðið fulla
heimild til þessa og skólinn hefði ekki haft nema
gott eitt af skolinu, en þetta snerist svo í piltum, að
þeim þótti skólanum sýndur ósómi með þessu athæfi.
Varð þá skamt milli ráðagerða og framkvæmda.
Runnu skólapiltar í einni svipan með H. H. í broddi
fylkingar niður skólabrekkuna og yfir um lækinn. Var
flokkur sá svo geigvænlegur, að slökkviliðinu skaut
skelk í bringu og ljet undan síga og frá hverfa.
Um lokaárið í latínuskólanum skal jeg verða fá-
orður, og þó hygg jeg, að það sje þýðingarmesta ár
skáldsins Hannesar Hafsteins. Hann hefur einu sinni
í fjölmennu samsæti, eftir það er hann var orðinn
ráðherra, í ræðu til mín fljettað nafn mitt við sitt
sem skálds. Kjarni málsins var þessi: Jeg var orð-
inn þreyttur á heimavistinni í latínuskólanum, auk
þess heilsutæpur unglingur, þoldi ekki að sofa í naust-
inu í »langa loftinu«, þar sem við stundum urð-
um með tinfötunum að berja ísinn af vatninu, áður
en við náðum í það til þvottar að morgni. ]eg vildi,
upp alinn á geðugu heimili, losast við þenna ófögn-
uð, og var því bæjarsveinn þrjú síðustu árin. Jeg hafði
síðasta árið leigt mjer herbergi á Suðurgötu með
öðrum bekkjarbróður mínum og lánað Piano-skrifli
til að stytta mjer stundir. Þarna voru okkar sam-
komustaðir, dimittendanna. Jeg hafði eignast Bell-
manns söngva. Hannes var töluvert skáld, jeg örlítið
musikalskur, þá með góða rödd, og þar voru upp
lesin af honum einhver hans fyrstu kvæði og sungin
af okkur hinum, sem sönghæfir vorum.
Að öðru leyti geymi jeg þetta atriði endurminning-
um mínum, ef
mjer endist ald-
ur til; hjer
á það ekki
heima.
Skáldgáfuna
hafðihannfeng-
ið að erfðum, í
vöggugjöf, frá '
elskaðri, inn-
dælli móður og
kyni hennar,
Briemunum(Ól-
afur á Grund,
ValdimarBriem
vígslubiskup o.
s. frv.). Um
skáldgáfu hans
handfjalla mjer
hæfari menn.
Jeg nefndi í
upphafi þessa máls, að H. H. hefði verið margþætt-
ur maður.
Einn af þeim þáttum var teiknihæfileikar hans, sem
voru svo einkennilegir, að hefði hann iðkað þá, myndi
hann hafa orðið annar Engström, og stóð þetta í nánu
sambandi við annan eiginleika hans á æskudögum,
löngunina til napuryrða, kýmnisorða og háðs bæði í
bundnu og óbundnu máli (satirismus), en sjaldan mun
það hafa orðið hrottalegt eða hundingslegt (kyniskt).
Til sönnunar þessum orðum mínum um dráttlistar-
gáfu H. H. skal jeg geta þess, að einu sinni við
helgidagslestur í skólanum teiknaði hann með blýanti
mynd af ástsælum kennara okkar svo nauðlíka og
samtímis svo skoplega, að hollur hlátur kvað við frá
öllum, sem hana sáu.
Kýmnisgáfa skopyrða og napuryrða er rjettmæt í
lífinu, því að til eru svo margir fantar og flón í ver-
Hannes Hafstein stúdent.