Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 6
6
ÓÐINN
öldinni, sem hún ein bítur á, en örðug gjöf hefur hún
jafnan reynst í heiminum þeim, sem eiga, og má
um hana segja að »vandfarið sje með vænan grip«,
og ýmsa hef jeg þekt í lífinu, og um fleiri lesið, sem
sáran hefur iðrað í elli sinni hraðfleygra græskuorða
á æskustundum, enda þýddi hann sjálfur svo snildar-
lega hina guðfögru hugsun danska skáldsins J. P.
Jacobsens með þessum orðum: »Þess bera menn
sár —, því brosa menn fram á bráðfleygri stund, sem
burt þvær ei ára grátur*.
Jeg þykist viss um, að hefði H. H. iðkað þá list,
myndi hann, með skáldskapargáfu sína að bakhjarli,
hafa komist langt og mjög langt.
Líkræður skulu ei lofræður vera, og svo er og um
endurminningar, að í þeim sem annarstaðar er sann-
leikurinn ætíð sagna bestur. t
Jeg vil því í örfám orðum lýsa þessum merka,
fjölhæfa, glæsilega manni, sem var mjer, að minsta
kosti um þriggja ára skeið, hjartfólgnastur allra óvanda-
bundinna Islendinga, sem voru á sama reki sem jeg,
bekkjarbróðir minn í sex ár, við sama borðið sem
jeg, sambýlingur minn á Garði um l'/s ár (3. gangur
nr. 8) og síðar vinnandi með mjer og öðrum heima-
stjórnarmönnum að alíslenskri ráðherrastjórn hjer
heima fyrir.
Hann var af öllum mínum skólabræðrum, sem jeg
þekti, að einum efribekking undanteknum, að mínum
dómi fjölhæfastur heilinn, jafnfær í allan sjó, með
einni undantekningu: hann þoldi ekki eina merkustu
fræðigreinina, söguna, honum leiddist hún, hann bann-
söng hana og bölvaði ártölum; Alexander mikla,
Cæsar, Karl tólfta, Friðrik mikla og fleiri af stór-
mennum sögunnar elskaði skáldið H. Hafstein, en
samhengi sögunnar, vinnugróðann og tapið, Penelópu-
vefinn o. s. frv. skildi hann alls ekki og ljet sig engu skifta.
I sögu var hann mjög. illa að sjer, þegar hann út-
skrifaðist.
Ollum öðrum fræðigreinum var andi hans opinn.
en einmitt af því að honum var helmingi Ijettara alt
verkið í skóla en flestum okkar hinna, þá fór hann
þegar á æskuskeiði á mis við lífsins mestu nautn,
vinnunnar hressandi göfgandi gleði. — — —
En svo kvað við lúður föðurlandsins, heima-
stjórnin heimtaði íslenskan ráðherra búsett-
an á íslandi. Við fundum engan sæmilegri að ytri
og innri sýn en Hannes Hafstein og — hann sveik
ekki vonir okkar. —
Lof sje honum ofan jarðar og niðri í henni fyrir
það verk, sem hann framkvæmdi þá.
Jón Jacobson.
Ýmislegt um Hannes Hafstein.
Um Hannes Hafstein sem stjórnmálamann eða skáld
ætla jeg eigi að rita. Til þess verða aðrir mjer fær-
ari menn. En ljúft er mjer að fara um hann nokkr-
um orðum sem mann.
Jeg sá H. H. í fyrsta sinn, svo jeg muni, þegar
hann var liðlega 12 ára að aldri, sem ungan pilt hjer
í Reykjavík, skömmu áður en hann kom í skóla. Það
var ekki unt annað en að veita eftirtekt útliti þessa
unga pilts. Hann var í sjón talsvert ólíkur öðrum
unglingum á hans aldri. Mjög vel vaxinn var hann
og allkvikur á fæti, óvenju dökkur á brún og brá,
hvasseygður og með gáfnalegt augnaráð. Alt þetta
heillaði unga menn — og meyjar víst ekki síður. —
Og fyrir því leið ekki á löngu áður en flestir
bæjarbúar vissu einhver deili á honum, enda var
bæjarbragur hjer þá á alt annan veg en nú, íbúatalan
eigi nema brot af því, sem nú er, og mátti heita að
hver þekti annan. Sjerstaklega komu skólapiltar miklu
meira við bæjarlífið þá en nú.
Engin veruleg kynni hafði jeg af H. H. meðan
hann dvaldi í skóla. Kom hann að vísa oft til eins af
bekkjarbræðrum sínum, er jeg var handgenginn og
dvaldi oft hjá (— hann fór, ungur stúdent, til Ameríku
og andaðist þar skömmu síðar —). Var þá mest
talað um skáldskap, helst kýmniskvæði, og marga
stökuna ljetu þeir fjelagar fjúka, einkum H. H., en á
það bar jeg lítið skynbragð, þótt eldri væri en þeir. —
En þess þóttist jeg fljótt verða var, bæði að H. H.
fyndi þá allmikið til sín, og einnig að eitthvað myndi
í honum búa. Og það leyndi sjer heldur ekki, þegar
talið barst að einhverju öðru, hversu óvenju tilþrifa-
mikill H. var, svo ungur sem hann þá var að aldri,
og engum gat dulist það, að hjer var ekki um neinn
hversdags-ungling að ræða.
Það var eigi fyr en mörgum árum síðar, að jeg
kyntist H. H. nokkuð að mun. Hann var þá eðli-
lega nokkuð breyttur orðinn. Skoðanir hans á líf-
inu höfðu fengið dálítið annan blæ, eins og oft vill
verða í »reynslunnar skóla«. En eitt var það, sem
ekkert hafði breytst. Hinn stælti vilji hans og eldheiti
áhugi á því, að verða nýtur maður og fósturjörðu sinni
að einhverju gagni, var jafnlifandi eins og á uppvaxtar-
árunum.
H. H. var maður örgeðja og skapstór, og gat, eink-
um á yngri árum sínum, verið allóvæginn, ef honum
þótti sjer á móti gert. Gætti þessa stundum í kvið-
lingum hans — mörgum óprentuðum — og stundum