Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 11
ÓÐINN
11
Það var lán fyrir landssímann, að eiga H. H.
fyrir húsbónda Iíka hin fyrstu erfiðu rekstursár. Fáum
mun það kunnugra en mjer, hve mikið hjartans mál
honum var að sjá þetta barn sitt vaxa og blómgast.
Fáir eru þeir nú víst vor á meðal, sem vildu að
þetta fyrirtæki hefði verið mikið öðruvísi til lykta leitt
í aðalatriðunum en gert hefur verið, og enn þá færri
munu þeir víst vera, sem álífa að nokkur þálifandi
Islendingur hefði leyst verk þetta eins vel eða betur
af hendi en Hannes Hafstein.
O. Forberg.
M
Hannes Hafstein heima fyrir.
Heima fyrir var Hannes Hafstein hinn híbýlaprúð-
asti, og þar kom fram í fylsta mæli hve samhent þau
hjón voru. Qestrisni þeirra var með afbrigðum, og
oft langt yfir efni fram. ]eg kom til þeirra nokkrum
sinnum meðan þau voru á Isafirði, og voru viðtök-
urnar þar engu síðri en eftir að Hannes varð ráð-
herra. En það eru eigi veitingarnar einar, sem marka
gestrisnina, heldur miklu fremur aðlaðandi viðmót, og
meðvitund gestsins um, að hann sje í raun og veru
hjartanlega velkominn. Og það hygg jeg, að allir muni
vera sammála um, sem til þektu, að enginn gestur
þeirra Hannesar og Ragnheiðar hafi orðið annars
var, en að hann væri velkominn.
Risnufje ráðherranna hefur aldrei verið sjerlega
ríflegt, og þori jeg að fullyrða, að enginn þeirra hafi
auðgast á því, en um H. H. veit jeg með vissu, að
það hrökk hvergi til, en þó hjelt hann altaf upp hinni
sömu risnu. Sem dæmi upp á aðlaðandi gestrisni
þeirra vil jeg færa eitt dæmi. Eitt sumarkvöld í júní
um kl. 11 mætti jeg þeim hjónunum á göngu og slóst
á tal við þau á heimgöngunni. Alt í einu segir Hannes
við mig: »Komdu nú heim með okkur; við fengum
kríuegg í dag. Nú skulum við borða þau með góð-
um burgunder«. ]eg færðist undan, taldi framorðið
o. s. frv.; en frúin tók strax í sama strenginn, og
áður en jeg vissi af, var jeg kominn upp á Ingólfs-
hvol, og frúin farin að sjóða eggin, sem við svo át-
um með góðri lyst, og drukkum burgunder með.
Mjer er sem jeg sjái margar konur fara að matreiða
undir miðnætti, þær sem ætla alveg að sleppa sjer,
sumar hverjar, ef maður þeirra kemur heim með
gest miklu fyr á kveldi upp á kaffibolla eingöngu,
Frú Ragnheiður Hafstein.
I miðdegisveitslum og öðrum samkvæmum var hann
mjög nákvæmur og athugull veitandi, sá um að gestir
hans gætu orðið þeirrar skemtunar og þæginda að-
njótandi, er hann hafði að bjóða. Væru fáir gestir
hjá honum, og honum nákunnugir, vildi hann aðal-
lega helst tala um skáldskap, einkum fornan íslenskan
kveðskap og latneskan, Ovidius og Hóraz. Oft ljet
hann gesti sína þá heyra ýms kvæði, er hann hafði
í smíðum. Byrjunina á kvæðinu um ]ón Sigurðsson
á 100 ára afmæli hans, »Þagnið, dægurþras og rígur«,
heyrði jeg hjá honum löngu áður en það kom fram.
]eg hygg, að það hafi verið hans mestu hamingju-
stundir, er hann sat með fáum kunningjum sínum yfir
glasi heima fyrir. En þegar það kom fyrir, talaði hann
aldrei um stjórnmál eða flokksmál, heldur um skáldskap
og fagrar listir. Kona hans sat þá jafnan inni og
tók þátt í umræðunum. Frú Ragnheiður var ekki
einungis eiginkona hans í þess orðs besta og inni-
legasta skilningi, heldur líka hans besti vinur og fje-
lagi. Þau voru svo samrýnd og samtaka í öllu, að
jeg efast um að jeg hafi nokkurn tíma þekt hjón svo
samrýnd sem þau. Hún var frfðleiks kona og sköru-
leg í allri framkomu. Var því ekki hægt að segja