Óðinn - 01.01.1923, Síða 14

Óðinn - 01.01.1923, Síða 14
14 ÓÐINN bróðir hennar við mig, þegar eitthvað sjerstakt amaði að: Kristjönu systur er ómögulegt að hjálpa; hún vill láta sjer líða illa. Við lauslega viðkynningu kann ýmsum að detta í hug, að frú Kristjana Hafstein sje ekkert annað en gæðin tóm og ljúfmenskan. Þeir, sem kynnast henni betur, vita vel, að bak við hógværðina, blíðuna og hýra brosið felst sterkur vilji og bjargfastar skoðanir, sem ekki er auðvelt að hagga. Margfróðu, gömlu konunum, sem alt kunnu utan- bókar, fækkar nú óðum. Frú Kristjana Hafstein er ein af þeim fáu. Hvílík ógrynni kann hún af kvæð- um — enda sjálf vel skáldmælt á yngri árum — og ótæmandi sjóð á hún af sögum, og margvíslegum fróðleik, sem hún hefur örlátlega miðlað af börnum sínum og barnabörnum. Það er orðið móðins hjer á landi, að hrósa heim- ilisfræðslunni, en gera lítið úr barnaskólamentun allri. Þetta jetur hver eftir öðrum í hugsunarleysi; minna á það litið, hver er fræðari heimilanna. Óneitanlega er sú fræðsla, sem frú Kristjana Hafstein hefur veitt börnum sínum heima, góð, en hennar líkar eru nú Frú Kristjana Hafstein. fáir. Kringum hreina, göfuga og hámentaða sál getur ekki verið öðruvísi andrúmsloft en holt fyrir börnin. Geta má nærri, hversu heitt þessi móðir hefur unnað börnum sínum og hvílíka umhyggju hún hefur borið fyrir þeim, hún, sem elskar alla menn og allra hag vill bæta. Ef til vill hefur Hannes verið auga- steinninn hennar, og hann unnað henni mest allra hennar barna. ]eg segi: ef til vill, því að jeg er ekki viss um það. Þegar hún var rjett áttræð, fjell hún á hálku á götunni og lærbrotnaði. Greri hún furðu fljótt, en gengur þó við hækju síðan. En sama er skapið eftir sem áður. Glöð er hún enn og gamansöm, þegar ekkert amar að. Meðan hún lá í beinbrotinu orti Hannes til hennar kvæði, sem lýsti sonarástinni. Það byrjar svona: „Elskulega mamma mín, má jeg örstutt ljóö þjer færa, lítt þótt mýki meinin þín, mæðraprýðin góða, kæra. Meiri sól og sældarkjör sjálf þú öðrum ljetir valin

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.