Óðinn - 01.01.1923, Side 17
ÓÐINN
17
margir, tónsviðið mikið. Það nær, til dæmis að taka,
frá hinu rammasta háði um þjóðlíf vort upp í við-
kvæmustu ástarljóð til lands og þjóðar.
Skáldið vill ekki
hæða háðið,
því háðið er það sem land vorl þarf.
Það er einast óskaráðið
til útrýmingar á þrældómsarf.
]eg efast um, að jafn-skoplegar og neyðarlegar háð-
glósur hafi Islendingar yfir sig fengið eins og frá
Hannesi Hafstein, síðan er ]ónas Hallgrímsson ljet
þess getið, að djöfullinn hefði ekki fundið annað en
»eintómar kvarnir« í höfuðskeljum þeirra, og að þeir
hefðu ekki viljað leysa af sjer asnakjálkana, af því að
þeir ætluðu að hafa þá á dómsdegi sjer til rjettlæt-
ingar. ]afnvel Geysir verður Hannesi Hafstein að
ímynd amlóðaskaparins með þjóð sinni, þegar hann
sendist með dyn upp í loft
og hátt við gráfölan himin bar
og heljar reykmökkum frá sjer vatt,
en brast að ofan og bugðaðist þar,
hver bunan ánnari hratt,
uns máttlaust, sífrandi soðvatn
í sömu holuna datt.
Og ekki er heldur bætandi á napurleikaun í kvæðinu
um Þingvallafundinn, sem gengur svo tregt, af því að
enginn finnur forsprakkana,
fundarboðsins árdagshana,
uns ekkert verður úr honum annað en það að
Hoppa um völlinn heftir jálkar.
Hundum bætast roð og dálkar.
Vfir blakta frelsis-fálkar.
En annars er öllu óhætt, þó að alt gangi nokkuð
sigalega og allar hugsjónir kafni í glamrinu og gljáfr-
inu, því að
það er enn til nasl að borða,
eða, eins og stendur í »Vögguvísum«:
Bara ef lúsin íslensk er,
er þjer bitið sómi —
þar sem líka
þjóðarskútan liggur nú við landstjóra.
Og svo eru við hliðina á þessum sáru napuryrðum
önnur eins kvæði og Ástarjátningin til íslands, þar
sem skáldið veit ekki,
hvort móðirin blíð eða mærin í þjer
á metunum drjúgara vegur,
og Aldamótaljóðin, sem eru í senn eitthvert við-
kvæmasta og efnisríkasta ættjarðarkvæði, sem vjer
höfum eignast, og ætti sífelt að vera í minni hvers
mannsbarns á Islandi.
Tónsviðið nær frá ömurlegasta hryllingi við dular-
mögn tilverunnar upp í tærasta yndi náttúrunnar og
lífsins.
]eg veit ekki, hvort kvæðið »Slæðingur« hefur
verið óprentað lengi, eða hvort mjer hefur sjest yfir
það. ]eg trúi því naumast, að jeg hefði gleymt því,
ef jeg hefði sjeð það, gleymt þessari nepju,
er næðir yfir bera jökulskalla,
gleymt þessari
vetrarnótt, er engin glæta grisjar
grafarhúm við útburðanna dysjar,
gleymt þessum gjósti, sem
þegar
í glærunum líður,
gegnum fjallið dauður maður ríður,
gleymt tröllunum, sem •
troða sjer á kaf inn í fjöllin,
látast öll vera orðin að steini, en eru viðsjárverð
samt:
Ei er háskalaust þó,
því mannahugir margir eru á ferli,
og mannaþef’r í helli —
hjá kelli.
En við hliðina á þessu eru, ekki að eins í þessari
bók, heldur í hugum allra Islendinga, svo glampandi,
ljósþrungnar náttúrulýsingar eftir Hannes Hafstein,
að þangað hafa íslensk skáld komist, en ekki lengra
— að ógleymdum vísunum hans um það, að það er
»himneskt að lifa«.
]eg ætla að fara fljótt yfir. Tónsviðið nær frá alt
að því óhemjulegri starfs- og bardagaþrá hins kapp-
gjarna manns, sem óttast jafnvel ekki skipbrotið, því að
alt af má fá annað skip
og annað föruneyti —
niður í átakanlega þreytu hins reynda manns, sem er
hræddur um, að hann muni vera farinn »að lifa
sjálfan sig«. Það nær frá dálítið ljettúðarkendri
dýrkun holdlegrar fegurðar upp í tárhreinustu ástar-
tilbeiðslu. Það nær niður í hina dimmustu örvænting: