Óðinn - 01.01.1923, Side 24
24
ÓÐINN
ur opinber störf en embættisstörfin, svo sem í sýslu-
nefnd og sveitarstjórn. Hjelt hann sjer þar lítt fram
til ráðríkis eða metnaðar, en var þó tillögufastur, og
meðan hann var riðinn við sveitarstjórn, munu hans
ráð í flestu hafa verið höfð, og þá einatt þótt
vel gegna.
A yngri árum og reyndar alla æfi var síra ]anus
hinn mesti gleðimaður, frábærlega fyndinn og gaman-
samur, einkum í hóp skólabræðra sinna og okkar
vina hans og vandamanna, þótt ókunnugum gæti þótt
hann þurlegur fyrst í stað, sem brátt hvarf ef nokkr-
ar viðræður hófust. A námsárum hafði jafnan verið
fjölment kringum hann af fjelögum hans; vildu allir
vera þar nærri, sem hann var hrókur alls fagnaðar,
sagði sögur, fann upp leiki og ljet fjúka gamanyrði
og kviðlinga. Það hefur held jeg verið sagt, að við
Islendingar ættum ekki til það sem á útlendu máli
er kallað »humor«, til þess sje í allri okkar gaman-
semi of mikið ívaf af græsku og meinfyndni. En það
er mjer næst að halda, að flestum, sem kunnugir
voru síra Janusi, muni hann vera einna minnisstæð-
astur sem sannur »humoristi«. Alt gaman hans var
gersamlega græskulaust, og stefndi aldrei til særingar
eða móðgunar við neinn, nema ef honum hefði þurfa
þótt til sjálfsvarnar, og minnist jeg þó ekki slíkra at-
vika á langri samleið okkar. — A mannfundum var
hann ágætlega máli farinn og þótti oft besta skemtun
að hlýða á ræður hans. Er mjer í minni atvik frá
sýslufundi á ísafirði, þar sem síra Janus hjelt fram
annari skoðun í hjeraðsmáli nokkru en blað Skúla
Thoroddsens, að í fundarfrjettum í blaðinu var sagt
af önugleika nokkrum á þá leið, að menn vissu aldrei
hvort síra Janus talaði af alvöru eða til skemtunar
fyrir fólkið. Nokkuð er það, að á kvöldfundum var
fult hús af tilheyrendum, þegar búist var við, að síra
Janus rhundi tala. I brúðkaupum og undir borðum
var hann jafnan tilbúinn að halda skálarræður, fullar
af fjöri og gamansemi, út um alla heima og geima,
svo að stundum vissi ekki í fyrstu hvert stefndi, en
hitti þó um það er lauk naglann á höfuðið.
Fyrir rími og kveðskap, bæði efni og formi, hafði
síra Janus mjög góðan smekk og var sjálfur vel hag-
orður, svo að vel hefði mátt á því sviði liggja meira
eftir hann en raun er á. En honum var sjálfum svo
fullkomlega ljós takmörkun sín í því efni, að hann
fjekst ekkert við það annað en til gamans og kastað
af munni fram. — Af alvarlegum kveðskap, sem eftir
hann liggur, langar mig til að setja hjer eitt Ijóð, hið
eina sem jeg þekki og tel víst að sje eftir hann; kom
út í Kirkjublaðinu 1909 undirritað J. Það kann að
vera, að síra Janus hafi ekki þótt hafa trú sína að
jafnaði á hraðbergi meira en vænta mátti af presti.
Hann ljet ekki síðari tíma ágreining í þeim efnum
mikið til sín taka, en var í eðli sínu frjálslyndur um
það. I ljóði mun mega telja að innri maður skálda
komi sannara í ljós en nokkurstaðar ella og betur
en þótt í prjedikunum og stólræðum sje. Eftirfarandi
ljóð mætti nokkuð sýna, yfir hverju síra Janus bjó.
Yfir djúpið.
]eg verð yfir djúpið að komast hið kalda,
sem kent er við dauða. Hin rjúkandi alda
mig skelfir eigi’, brim nje bárugjálfur,
því báfnum stýrir hann — frelsarinn sjálfur.
Svo fram! Svo fram þá í frelsarans nafni!
svo fram, þó að dauðinn sitji í stafni.
Yfir hrynjanda mar, yfir svellanda sæ
um síðir til guðsríkis heim jeg næ.
Yfir svellanda sæ, yfir drynjandi dröfn
til drottins míns kemst jeg í friðarins höfn.
Elh lífsins faðir, ljóssins herra
ei Iætur náð og miskunn þverra:
Það getur orðið ljettur og ládauður sær,
sem Ieiki’ oss á kinnum vorþíður blær,
og lognaldan hægt oss lyftir inn
til lífsins í guðsríki, í himininn.
Nú er honum orðið að ósk sinni, aldan hefur lyft
honum ljett og hægt yfir djúpið í góðri og rósamri
elli. Og þótt jeg sje hjer eftir handgengnasta vin
minn og vandamann að mæla, býst jeg við, að jeg
muni ekkert ofmælt hafa, nema síður sje, er jeg hef
viljað með línum þessum finna þeim orðum stað, að
vjer áttum í síra Janusi á bak að sjá einum af fremstu
prestum landsins og nýtustu fræðimönnum þjóðar-
innar. Kristinn Daníelsson.
Hverfleikinn og ástin.
(Þýtt).
Það, sem vekur ást og yndi,
og vjer sjálfir, deyr í skyndi. —
Sættum vjer ei svona kjörum,
sjálf mundi’ ástin vera á förum.
Fnjóskur.
¥