Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 28
28
ÓÐINN
þeir hurfu brátt aftur, er ofsóknir byrjuðu; lögðust þær
veiðar þá alveg niður og stóð svo fram á síðustu
aldamót, er Norðmenn hófu þær að nýju. Annars má
heita svo, að Norðmenn hafi verið einir um hituna á
Spitsbergen frá byrjun 19. aldar. Hafa þeir, svo sem
Rússar áður, sent skip sín norður þangað að vorinu
til sela-, refa-, ísbjarna- og hreindýraveiða. Bygðu
þeir sjer ýmist kofa eða tóku kofa Rússa til afnota.
Eru nú miklu gleggri sagnir um lífskjör þeirra en
Rússa áður. En þótt samgöngur hafi verið auðveldari
og þekking meiri á því, að lifa í köldum löndum en
áður var, þá var þó enn við marga örðugleika að
etja. Skyrbjúgur varð enn mörgum að bana, oft urðu
skipin seint úti að haustinu, og stundum kom það
fyrir, að skipshöfnin varð að leggja á haf út til Nor-
egs á skipsbátnum, og er það ekki öðrum hent en
hörðum og huguðum víkingum, svo sem frændur
vorir eru.
Eftir miðja 19. öld fara vísindamenn að gefa Spits-
bergen auga.
Skömmu eftir endurfund landsins (1610) hafði ensk-
ur maður, Poole að nafni, fundið kol í Kings Bay,
er hann notaði á heimleið. Síðan er ekki minst á
kol þar, fyr en norski jarðfræðingurinn Keilhan getur
um innflutt kol þaðan til Noregs (60 ton). Vms nöfn
norður þar benda þó á, að mönnum hafi kunnugt
verið um kolanámur þar áður.
Nú er svo komið, að Spitsbergen er talið eitt hið
merkasta land frá jarðfræðislegu sjónarmiði. — Hafa
Svíar riðið á vaðið með rannsóknirnar, og gert út
þangað um 50 vísindalega leiðangra síðustu 60 árin.
En auk Svía hafa Englendingar, Vesturheimsmenn,
Frakkar, Þjóðverjar, Ungverjar, Italir o. fl. þjóðir,
sent þangað vísindamenn til rannsókna. Norðmenn
tóku ekki þátt í þeim rannsóknum fyr en um síðustu
aldamót, en hafa líka árlega síðan sent þangað vís-
indamenn. Sumir vísindamennirnir, svo sem Svíar,
höfðu þar vetrarsetu, bygðu hús til Ioftfræðiathugana,
og störfuðu kappsamlega að öllum athugunum, þó
einkum jarðfræði. Hafa ýmsir frægir vísindamenn, svo
sem A. Nathorst, Nordenskjöld o. fl., verið hvata-
menn þessara rannsókna. Er nú svo komið, að land
þetta er jafnvel betur rannsakað en mörg önnur, er
nær liggja menningunni. Þar hefur endur fyrir löngu
verið sama loftslag og nú er suður í Sviss; sjest þetta
meðal annars af aragrúa steingervinga trjáa og dýra
frá fjöru til fjalls.
En eftir hverju eru menn nú að sækjast, og því
er orðin bygð í þessu landi, sem liggur miðja vega
milli Islands og heimskauts? Því er fljótsvarað. Hjer
er ekki að eins merkilegt land frá jarðfræðislegu
sjónarmiði; hjer er líka auðugt land, kola- og málma-
land: kolalög landsins hafa þegar verið mæld, og eru
þau afskaplega stór, og þó altaf að bætast við.
Landið eru margar eyjar og samtals 68000 □ km.
að stærð. Liggja þær á milli 76'/2 og 80'/2° n.br.
og milli 10 og 20° a. 1. Golfsíraumurinn gerir landið
byggilegt. Meðalhiti í sjó á sumrum er 5°, á vetrum
1°—2°. Kemst straumurinn norður fyrir landið og
heldur hafinu að vestan íslausu alveg í 5 mánuði á
ári og sumstaðar mikið af vetri.
Landið er hálendi, hulið jökli að innan, en fjöll
með ströndum fram. Eru fjöllin 12—1400 feta há, og
strýtumynduð sem Baula okkar.
Gróður er háfjallagróður, mosi á undirlendi frá sjó
til fjalla. Þó eru stargresisengjar víða inn til dala. I
fuglabjörgum er og gróður mikill, og flestar eyjar á
fjörðum, þar sem fugl verpir, eru grasi vaxnar.
Dýralíf. Isbirnir eru algengir, en fælast bygðir. Af
refum er og mikið, bláum og hvítum. Hreindýr eru
nú færri en áður, en þó strjálingur af þeim. Fuglalíf
er mjög fjölskrúðugt að sumrinu. Æðarvarp er mik-
ið, og hafa Norðmenn sent þangað skip til að safna
dún og eggjum. Gæsir, endur, lómar og bjargfugla
tegundir allar mögulegar. Er þar söngur mikill á
sumrum og margraddaður, er hver syngur með sínu
nefi, og skiftir mjög um á vetrum, því þá er Spits-
bergen sannnefnt þagnarinnar land.
Fiskur í sjó er lítill þar sem stendur, en oft hafa
þörskgöngur áður komið upp að landi, og eltu Norð-
menn þær þangað. Lax er i sjó inni á fjörðum, og
silungur í nokkrum ám. Að vetrinum eru helstu fugl-
ar þar rjúpur og snjótitlingar.
Loftslag er vitanlega svalt. Meðalhiti árs 9° C.
Mesti kuldi sem kemur 40° C. Þó kennir ekki svo
mjög kulda, því oftast er logn. Sól sjest á ári hverju
síðast 26. okt., en fyrst 9. mars. I hálfan þriðja mán-
uð, eða frá miðjum nóv. til janúarloka, er samfleytt
myrkur. Er þá jafndimt dag sem nótt, er ekki nýtur
tungls eða norðurljósa. Að standa úti í tunglsljósi að
kvöldi eöa nóttu til, er ekkert nýnæmi, en hitt er ný-
næmi, að lesa úti um hádegisbilið við norðurljósalog
og tunglskinsgeisla, og það má gera norður á Spits-
bergen. En á eftir þessu Ianga myrkri komu líka
langir næturlausir dagar, 4 sólmánuðir, sífeld birta, og
þótt myrkrið sje oft leiðinlegt, fanst mjer þessi sífelda
birta enn meir þreytandi.
Það er nú mælt og sannað, að kolalög landsins ná
yfir Vio hluta þess, og þó líklega meira, er öll kurl
koma til grafar. Ameríkumenn hófu þar fyrstir kola-