Óðinn - 01.01.1923, Page 33

Óðinn - 01.01.1923, Page 33
ÓÐINN 33 og endilangt af frostbrestum og mjög kalið. Klaki í jörð afar- mikill og þykkur, svo að sumstaðar leysti aldrei upp alt sum- arið, er einnig varð fremur kalt og þurt. Spratt því bæði seint og illa um sumarið, og ekki meir en svo, að sumstaðar tók varla af dauða sinulitinn frá undanförnum vetri. Gerði fjenað- ur varla meir en að halda við, málnytupeningur gerði Iítið gagn, „brúkunar hross“ ljetu á sjá. Mest kvað þó að grasbrest- inum á hörðu valllendi, og þó einkum í efri hluta Landsveitar, og líkum sveitum. Seinast í júlí var þar varla nokkurstaðar bérandi ljár í gras, ekki í túnum heldur, því þau voru kalin. T. d. um grasbrestinn þetta sumar má geta þess, að á bæ ein- um í efri hluta Landsveitar, sem kallast og er vanalega gott býli, fengust einir 40 hestar af svo kölluðu heyi af allri jörð- urni, innan og utan túns; sú jörð gefur þó af sjer í meðallagi eigi minna en 500—600 hesta heys, en tún vanalega 150 kapla og oft meir. A öðrum bæ, þar nálægt, sem þykir með bestu slægjujörðum þar, voru 6 manns við heyskap í 7 vikur fullar og höfðu eftir sig 165 kapla af heyi, sem lítið var annað en sina og rusl; og þessu líkt var víðast annarstaðar þar í upp- sveit, en hvergi gott. Harðvellisbúendur tóku því flestir það ráð, er ekki var um annað gera, að leita til mýrlendismanna, sem urðu vel og drengilega við, enda þótt hjá þeim væri einnig grasspretta með rýrara móti, og til þeirra, um langa og erfiða leið, sóttu flestir hjer efra mestallan heyskap sinn, sem eðlilega hlaut að verða bæði lítill og lakur, og fenginn með mestu tímatöfum og flutningserfiðleikum. Mikið tillag á móti öllu þessu var þó það, að menn áttu alment miklar og góðar heyfyrning- ar hjer eftir undanfarna veturinn, þótt frostharður væri, og gátu nú gripið til þeirra. En með þessum fyrningum og nýju heyjunum áttu þeir þó að hausti ekki meira en helming heyja- fóðurs undir veturinn á móts við vanalegan vetrarforða að vöxtum, en þó miklu minna að gæðum. Var þá sýnileg stór- feld nauðsyn á mikilli fjenaðarförgun. En til að draga úr henni, tóku menn að draga að sjer sem mest af fóðurbæti allskonar, Iýsi, síld, korn o. fl. og gekk eigi á öðru alt haustið en ferða- lögum og viðbúnaði í þessu skyni. Þó gátu bændur eigi dregið að sjer meira af fóðurbæti en svo, að þeir þættust byrgir fyrir rúman helming fjenaðar síns, og feldu hann því eða förguðu honum unnvörpum. Var óspart slátrað heima og þó enn meir rekið til slátrunar að heiman, og margir voru að reyna að koma ýmsum fjenaði í fóður hjá mýrlendismönnum, einkum kúm og hrossum. Og enn meir herti á þessu, þegar Katla gaus öskunni yfir landið, og tók fyrir allar snapir sýnilega allan veturinn. Stóð sem hæst á öllu þessu stríði, er „spanska" veikin kom og bannaði flestar bjargir. Tók þá víða fyrir eða frestaðist um ráðstafanir og framkvæmdir til varnar og öryggis gegn hallærinu; þeir, sem rólfærir voru, komust ekki yfir alt, er gera þurfti; fjenaður lagði af og varð laklega búinn undir veturinn, enda ekki af miklu að má eftir sumarið. Eftir fyrsta frost- og harðindakaflann, sem fór saman með aðalárás inflú- ensunnar, varð þó veturinn yfirleitt veðrahægur og góður, og snjóalitill, svo að hagar hefðu oftast verið, ef askan hefði eigi verið og fylt alla grasrót, og nokkurt gras hefði verið eftir sumarið. En askan og grasleysið tók af skarið um alla vetrar- beit, að m. k. á öllu valllendi, og reyndin varð sú þar, að gefa varð fult og algert öllum peningi í samfleyttar 30 vikur, eða fram á ný grös næsta sumar. Yfir tók þó, hve ótrúlega ónýt og úr- gangasöm nýju heyin reyndust, svo að erfitt reyndist að fóðra, jafnvel með öllum fóðurbætinum. Og þegar fram á kom út- mánuði, fóru nokkrir að sjá sjer til óvænna með fóðurbyrgðir, og tóku þeir þá enn að reyna á hjálpsemi mýrlendismanna um fóðurtökur og heyhjálp, og varð þeim enn vel að því. Því að mjög margir, liklega flestir, aflögufæíir heyjamenn á heyskap- arsvæðum reyndust mjög nærgætnir og hluttekningarsamir, og brugðust vel og drengilega við liðsbónum harðbala- og hall- ærisbarnanna. Mætti nefna marga slíka drengi víða um Holta- og Ásahreppa, sjer í lagi þó Safamýrarmenn, sem höfðu fengið gott sumar og mikinn heyskap næst áður, lítið af ösku, og mikla vetrarbeit. Margir þessara manna voru mjög hjálplegir, og um leið sanngjarnir í viðskiftum, og væri maklegt að nefndir væru. En bæði er það, að þessir menn voru svo margir og jeg þekki nöfn þeirra fæstra, og get því hvorki nje vil greina einn frá öðrum. Þó finst rnjer, að einhvern tíma beri að nefna einn þessara drengja flestum framar í sambandi við svona mál: góðbóndann og stórbóndann Einar Guðmundsson í Bjólu, sem ekki aðeins þetta umrædda vandræðaár, heldur nær árlega, bæði fyr og síðar, reyndist og reynist bjargvættur margra skepna og manna í fóðurþröng útmánaða, og það með hinni mestu sanngirni og nærgætni, og svo fúslega og Ijúfmannlega, að lík- ast er því, að honum finnist þetta alveg sjálfsagt, og öllum þykir þar gott liðs að leita og neyta. Er það ekki fátítt, að þessi merki og góði bóndi hefur stórþrengt að sínum eigin fjenaði, og sjer og fólki sínu jafnvel líka, rutt og tæmt geymslu- hús, skemmur og skúra, til að taka og bjarga skepnum ná- grannans, er í harðbaklía slær, og enda flytja hey að heiman handa öðrum í útmánaðaþröng, auk margs annars drengskapar. — Má furða, að einskis þessa hefur getið verið um þennan mann opinberlega, og þess vegna leyfi jeg mjer nú að gera það. En kostir Einars eru ekki úrættis; hann er bróðir Eyjólfs í Hvammi, sem mörgum þykir líka gott að leita til um ráð og dáð. — En þannig bjargaðist nú alt hjá öllum hjer, og hið mikla og langa stríð almennings endaði með sigri. En þungar voru þessar búmannsraunir, ekki síst eftir það, er menn urðu veikir af inflúensunni og Iengi veiklaðir eftir hana. Má undra- vert kalla, að eigi skyldi nokkur maður gugna og gefast upp, andlega eða líkamlega, þegar þannig kom fyrir og saman fóru og sóttu á f einu, að því er virtist, ofureflis hallærisböl og stríð, sóttarkvöl og dauðasorgar og saknaðarþrautir. En hjer sannað- ist þá, sem oftar, að „leggur Drottinn líkn með þraut“, að „sigursæll er góður vilji" og einlæg viðleitni, og að trúin og vonin, sem Kristur kendi, lætur sjer ekki til skammar verða. Síðan þetta gerðist hefur að öllu leyti hægst um. Næsta sumar á eftir varð gott undir bú, en graslítið þó, svo að enn urðu bændur að minka bú sín, með því að engar voru fyrn- ingar þá að drýgja með nýju heyin; höfðu þó flestir aflað sjer mikils fóðurbætis, sem dugði vel næsta vetur, þótt harð- ur og haglaus væri. Því að nýju, litlu heyin reyndust afbragðs góð, og flest búin helmingi minni en á undan hallærinu, og sum töluvert minni. Afklæddist alt ágætlega hjá öllum hjer næsta vor; og vætusama sumarið á eftir, er kallast mun vand- ræðasumar hjá mýrlendismönnum, varð að bjargræðissumri hjá þurlendismönnum, með því að það seiddi grasið — víst með- algras — upp úr harðri öskuskorpunni og skorpnuðum kalskell- unum, og gaf mönnum alment meðalheyskap að vöxtum, en lakari þó að gæðum, vegna óþurkanna. Mun þó vel duga með fóðurbæti, sem flestir hafa, með því og að flestir hafa lært og leggja kapp á að setja vel á vetur. Nú hefir líka tíminn fyrnt yfir sárustu sorgirnar; fólkið er farið að jafna sig og geta hugsað og talað rólega um „alt, sem við hefur borið á þessum umræddu erfiðu dögum,“ og þá líka sjeð og dáðst að því, hve

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.