Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 34

Óðinn - 01.01.1923, Qupperneq 34
34 ÓÐINN dásamlega hefur úr mörgu rætst og miklu betur ráðist flest en margoft á horfðist. — Og nú eru einnig flestir farnir að þola, og jafnvel að hafa gott af að vera mintir á eða minnast sjálfir á föllnu vinina og vandamennina, sem drepsóttin lagði að velli fyrir þeim. Og með því að mjer var einlægt hlýtt til þessara föllnu og jeg vildi gjarna að minning þeirra lifði vel og lengi, langar mig nú að síðustu til að minnast þeirra að nokkru; en ónákvæmt verður það að vera: Fyrstur hnje að velli: ]ón Jörundsson, fyrverandi bóndi í Flagbjarnarholti í Lands- sveit; hann dó 10. nóv., og var orðinn gamall maður, 74 ára. Hafði hann lengi búið sómabúi á þessu sjálfseignarbýli sínu, en lifði þar nú síðustu árin sem húsmaður. Hann var smið- ur góður, af smiða ætt kominn, kynjaður, að mig minnir, úr Árnessýslu, bróðurson Þorsteins þjóðhagasmiðs á Reykjum á Skeiðum, og margra fleiri systkina. Jón var greindur og snyrti- maður góður, jafn- og rólyndur, en þó glaðvær og skemtinn, vel að sjer og fróður bókvinur og hagmæltur. Ekkjumaður var hann nokkur síðustu árin; var kona hans Helga Árnadóttir frá Oaltalæk, föðursystir Páls lögregluþjóns Árnasonar í Reykjavík, Guðna bónda á Skarði, Jóns bónda í Hvammi og margra fleiri, merk og myndarleg kona. Var Jón sál. jafnan heilsugóður og hinn ernasti, þótt aldur væri þetta hár, og var gott og skemti- legt með honum að vera, og því söknuður að honum, er hann fjell frá. Banasótt hans varð bæði stutt og væg og þótti verða brátt um hann. — Næstur honum fjell annar yngri frá eftir sár- harða sóttarbaráttu: Þórður Þórðarson bóndi í Hjallanesi í Landssveit, 47 ára gamall. Faðir hans var Þórður Steindórs- son, bóndi á sama stað, en móðir Elín Eyjólfsdóttir, systir Er- lendar sál. á Herríðarhóli, Árna í Langholti og fleiri merkra systkina, orðlögð gæðakona. Þórður sál. Þórðarson var hinn mætasti maður og drengur hinn besti. 0r var hann í skapi, líkur föður sínum, en tryggur vel og vinfastur, og líkur móður sinni að manngæsku, greiðasemi og hjálpfýsi. Glaðlyndur var hann með jafni og fjelagsbróðir hinn besti, en hreinn og beinn í tali, og stundum hvass í orðum, ef svo bar undir. Gat þó stilt sig vel. Fjör- og frískleikamaður, skjófur til liðs og lið- tækur vel, og gat einskis manns bón neitað. Kvæntur var hann Guðlaugu Vigfússdóttur Ofeigssonar hreppstjóra á Fjalli á Skeið- um og átti við henni 2 börn, son 17 ára og dóttur 12 ára, er hann Ijetst. Eftir þennan mann var hinn mesti söknuður og flest- um kunnugum mönnum varð hann harmdauði. Því að svo margt og mikið var elsku- og virðingarvert við hann. Hann var og, sem vænta mátti, mjög ástríkur og góður eiginmaður og faðir, og afbragðs bróðir systkinum sínum. Hann andaðist eftir miklar þjáningar að kvöldi hins 12. nóvember. — Sama kvöldið skildi við þriðji merkis- og sómamaðurinn: Bargsteinn Jónsson bóndi í Raftholti í Holtum, 62 ára gamall; hafði hann svo sem ekkert legið, en verið á fótum og unnið, þó Iasinn, fram á síðasta dægur, og varð þannig bráðdáinn, öllum að ó- vörum. Hann hafði búið í Raftholti ailan sinn búskap í tugi ára og verið alla þá stund einn hinn prýðilegasti þrifnaðar- bóndi; sat og lengi jörðina, sem leiguliði, fyrirmyndarvel og bjó við bestu efni. Fór þar saman fyrirhyggja, dugnaður og snyrtimenska og var sama hvar á var litið verkin og umgengni hans, og sama mátti um konu hans segja. Hún var Margrjet Árnadóttir, systir Páls Iögregluþjóns, frá Skammbeinsstöðum, auðugs bónda og alkunnugs á sinni tíð. Var hún myndar- og ráðdeildar- og dugnaðarkona mikil, og manni sínum samlynd og samhent til alls þrifnaðar bæði innan- og utanhúss, enda varð búsæld þeirra góð. Bergsteinn sál. var hæglætis- og spekt- armaður, orðfár og orðvar, en þó þýður og ljúfur á að hitta og í samveru-viðkynning, fáskiftinn og óframgjarn. Var jafnan hljótt um hann, heima jafnt og heiman, en gat þó verið og var glaður með glöðum. Tryggur og traustur maður og hýr og blíður börnum og góðvinum, trúaður og guðrækinn eins og barn. Tvær dætur áttu þau hjón á lífi, uppkomnar, Ingiríði, sem nú er gift kona í Hjallanesi, og Margrjeti, sem nýlega er dáin eftir langvarandi veikindi og óhemju þungan lækninga tilrauna kostnað bæði á Eyrarbakka og syðra í Rvík. Mæddust þau hjón mikið við veikindastríð hennar, en þó heyrðist aldrei æðra nje örvæijting. Með Bergsteini áttu vinir og vandamenn og sveitungar hans á bak að sjá ágætisvini, fyrirtaks fjelagsbróð- ur og fyrirmyndarbónda, og væri vel, ef margir væru slíkir. — Þá er að minnast fjórða mannsins, sem næst skildi við, eða daginn eftir, hinn 13. nóv. Sá maður var: Gestur Sveinsson, uppgjafabóndi í Flagbjarnarholti á Landi, 72 ára gamall. Hann hafði iegið víst í viku áður en hann andaðist. Er þar eftir þann mann að mæla, sem fágætur var jafnt að vitsmunum og manngoeðum. Var hann sá maðurinn, sem jeg hef hugsað mjer Njáli á Bergþórshvoli einna líkasfan, enda var Gestur úr Land- eyjum kynjaður. Hann var hár maður og grannur, Ijós og bjartur yfirlitum, með hátt og stórt og hvelft enni, skörp augu, ofurlítið íbogið nef, heldur hátt, þunt hár og Iftið skegg, tígu- legur og virðulegur í sjón og framgöngu, hægur og þó glaður í sinn hóp, afhugull, gætinn og grandvar í orði og verki, vitur og hollur í ráðum, og ósveigjanlega vinfastur og tryggur, frið- semdarmaður hinn mesti, þolinmóður og seinþreyttur í mót- gangi, hógvær og Ijúfur í meðlæti, sanngjarn og samviskusamur í viðskiftum og jafnframt þjettur og fastur fyrir; vildi' tala og gera alt rjett og þá ekki af því láta. Átti, og fjekk líka, virðing og vináttu flestra og fylsta traust. Svona var Gestur Sveinsson, og svona hef jeg helst hugsað mjer gamla, góða Njál. Gestur sál. bjó langa æfi allan sinn búskap í Flagbjarnarholti yfirleitt góðu búi með friði og sátt og sóma við alt sambýlisfólk og nágranna, eins og alstaðar út í frá. Kona hans var Guðríður Gísladóttir, systir konu Páls sál. frá Svínhaga, sem margir hafa þekt og nýlega er dáinn hjá syni sínum, Olafi á Þorvaldseyri. Þau hjónin áttu, er hjer var komið, 4 börn á lífi, upp komin, 3 dætur og 1 son. Voru þau nú hætt búskap en dvöldu í náð- um hjá einni dóttur sinni, Sigríði, og manni hennar, Jóni Jóns- syni frá Akbraut í Holtum, er tekin voru nýlega við búskap á jörðinni, sem Gestur þá átti að mestu. Þarf ekki, eftir því sem þegar er sagt, að taka það fram, að gamli Gestur var á heim- ili þeirra hið mesta ljós og hrós, „sómi þess, sverð og skjöld- ur“, og að hans var sáran saknað þar, og reyndar alstaðar, þar sem hann var þektur. Eini ljóðurinn á mátti sá finnast, að slíkur maður, svo vel af guði gefinn, var oflítt mentaður, og má ætla það skaða mikinn; því varla hefði góð mentun og mikil þekking orðið að tvíeggjuðu sverði í höndum slíks úr- valsmanns. — En Gestur átti ekki að fara einn af sínum bæ, því að tveimur dögum síðar, eða 15. nóv., fylgdi honum eftir yfir í annan heim eini lifandi sonurinn hans og eini bróðirinn systranna: Eiríkur Gestsson, sem var vinnumaður á sama bæ hjá systur sinni og mági, 34 ára að aldri, góður drengur, for- eldrum og sysfrum hjartakær. Hann hafði legið áður og kom- ist á skrið, en reynt þá á sig til að hjálpa og slegið niður aft- ur til bana. — En þenna sama, 15. nóv., dó í Múla gömul vinnu- kona, 68 ára: Þórunn Jónsdóttir. Hún hafði verið ógift og

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.