Óðinn - 01.01.1923, Side 37

Óðinn - 01.01.1923, Side 37
ÓÐINN 37 sjóðinrv kost á að fá þau tvö hefti, sem til eru prent- uð af Orðabókinni, ásamt mynd höfundarins og minn- ingargrein um hana, fyrir 5 kr., er leggjast við sjóðinn. Þess skal getið, að prentsmiðjan Gutenberg hefir ókeypis prentað myndina og minningargreinina. Væntum vjer, að þetta fái góðar undirtektir og að margir verði til þess að styðja minningarsjóð þennan. Eru þeir beðnir að snúa sjer til Ben. S. Þórarins- sonar kaupmanns í Reykjavík, og mun hann senda bækurnar, mynd og minningargrein, gegn eftirkröfu, hverjum sem þess óskar. Reykjavík, 19. maí 1923. Eirikur Briem. Ben. S. Þórarinsson. Þorsteinn Gíslason. Sí Sigurður Þorleifsson. Sigurður er fæddur að Hólum í Hornafirði 21. dag októbermánaðar 1901, sonur þeirra hjóna Sigurborgar Sigurðardóttur og Þorleifs alþingism. ]ónssonar. Fram til ferm- ingaraldurs var hann vel hraust- ur, en á því ald- ursskeiði lagðist hann í lungna- bólgu og brjóst- himnubólgu, og komst upp frá því aldrei til heilsu. Tvisvar fór hann til Reykjavíkur til lækninga.ogdvaldi þar síðast vetrar- langt. En alt kom fyrir ekki; heilsu hans fór síhnign- andi, uns hann andaðist hinn 14. des. 1922 hjá for- eldrum sínum í Hólum, og var banamein hans aðal- lega hjartasjúkdómur. Varð hann því aðeins rúmlega 21 árs. Sigurður var prýðilega vel gefinn, hafði ágæt- ar námsgáfur, mentaði hann sig vel og las alt, sem hann komst höndum yfir. Hafði hann yndi af því að ræða við kunningja sína um það, sem hann las, og var dómgreind hans hin besta. Hann spilaði vel á orgel, og skemti mörgum stundum heimafólki og gest- um á Hólum með því. Þótt heilsan væri veil, kvart- aði hann aldrei, og hafði mikla gleði af því að hjálpa til við þau störf, sem voru við hans hæfi. Vann hann við síma og póstafgreiðslu, og sýndi þar, eins og annarstaðar, reglusemi og vandvirkni. Því það, sem einkendi hann framar mörgum ungum mönnum, var göfugt lundarfar, kapp í verkum og frábær samvisku- semi í öllu því, er hann fjekst við. Það var sagt um Rubens, málarann fræga, að hann með einum pennadrætti hefði getað breytt grátandi barni í hlæjandi barn. Til eru einnig þeir, sem slíkt geta gert með hugarfari sfnu, og einn af þeim var Sigurður. Út úr svip hans og brosi skein einlægni og festa; það var þar eitthvað, sem minti á vorsólina, enda ekki undarlegt, því hann elskaði vorið af öllu sfnu hjarta. Þótt hann sje nú ekki lengur sýnilegur þessa heims, lifir minning hans í hjörtum okkar allra, sem kyntumst honum best. Jafnan munum vjer minn- ast hans, er við heyrum göfugs ungmennis getið, og með hverju vori, er sólin tekur að hækka á lofti og senda geisla sína hlýja og bjarta í hjörtu okkar, mun mynd hans æ skýrast fyrir hugskotssjónum okkar. Kunnugur. \í Gneistar. Eftir Þorstein Björnsson. . . . ]eg er nýfarinn að hugsa um hugsunar-bindindi; en lengi langað í lífsbindindi. . . . Þegar hugsun minni er varnað vaxta, er sem heldimman hamravegg dragi fyrir fjölbreytta landsýn. . . . ]eg brýst hjer um í hræðilegum hreinsunareldi, eins og brjóstveihur í brennisteinsstækju; þar sem ótal þrár ákalla mig, — líkt og blíðar gyðjur bentu mjer úr fjarlægð, en jeg fæ eigi snert einum fingri; en óhugðar-púkar illra minja skjóta að mjer eiturör úr hverju horni; og óður kvíði um ókomna tíð fergir mig í ferlegu myrkri. . . . Jeg reika hjer um auðnir óhugðar og kvíða. Fátæktar- elfan lokar fyrir mjer óska-lundum mínum. Mikli meistari, reistu brú yfir fljótið. ]eg og dóttir mín, Hygni, leggjum allan okkar afla til. . . . A jeg að vera verri en aðrir, og vinna sigur í lífsins stríði? Eða betri, — og bíða ósigur? Oláns-drengur, — eða gæfu-þrjótur? . . . Jeg er lækur, sem ber sannleikans vatn út í heimsk- unnar haf. . . . Þótt jeg væri konungur í heilum heimi, sólu, tungli og sjerhverri stjörnu, mundi þrá mín skapa annað, ótal heima, þangað sem hún flygi líkt og fanginn fugl úr búri.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.