Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 38

Óðinn - 01.01.1923, Blaðsíða 38
38 OÐINN . . . Mín æðsta ósk er hvorki annað nje meira en: að vera — allur alheimurinn. . . . Þú ert fögur í fjarlægð mær; en fölnar, þegar þú kem- ur nær. . . . Síðan engilmærin flaug að mjer — og frá mjer, finst mjer allar fríðar meyjar eftirmynd hennar; þar til jeg fer að þekkja þær. . . . Hún saup lífið út í einum sopa af ástarinnar munaðs- sælu mjólk. En síðan var hún sextíu ár að deyja. . . . Lífs-arður einstaklings er ofurdaufur geisli greindur augnablik á agnarbletti alheimsins. . . . Flestir meta meira móreyk almannarómsins upp af þjóð- heimsku-hlóðunum heldur en heiðloft eigin ábyrgðar. . . . Ottinn er bátur, sem ber oss yfir ölduföll Iífsins. . . . Oss fer eins og börnum: við kútumst við að rífa upp hverja rót og bera að munni, — í stað þess að stara með há- Iyftum hug á alla gróðurdýrð alheims-vallarins. . . . Lítilmennið gætir eins: að rífa frá bjargþrota bræðrum sínum. Læðist síðan burt með margan góðan grip í sjóði. — Mikilmennið hins: að eggja þann ráðvana, ótrygga og deiga. En gleymir svo að grafa upp næsta málsverð. . . . Kropparnir stika háleitir í stríðasta skrúði. — En inni- fyrir skríða sálarskrípin i ljelegum fátæktar tötrum. . . . „Þetta er fallegt, því það er móðins", sagði kaupstaðar- mærin. „Þetta er rjett, því það er samþykt", — sagði meiri- hluta-maðurinn. . . . Smámennið þiggur. Meðalmaðurinn kaupir. Mikilmennið gefur. . . . Innan veggja var hann mikilmenni. En utan tjalda barn, ef ekki bjáni. . . . Það er sitt hvað söngmaður og búmaður. Það er því eins trúlegt, að vitringur sje Ijelegur hestamaður, sundmaður og hárskeri, þótt honum sje leikur einn að lesa úr stjörnum. . . . Meistarinn yrkir í litum, ómi og orðum. Mikilmennið í mannfjelagsverkum. . . . Mikilmenni: afbragð að traðka aurgötur lífsins, svo fjöldinn flýr sletturnar út til allra hliða; en fallinn hafður að forarstillu, þar sem fólkið tyllir tánum á breiða bakið í forinni. — Þá vil jeg eins vel standa álengdar á grastó, og fölna síðan afsíðis í einveru friði. . . . Hvort er stóri steinninn verri þótt hann liggi þversum við hina? Hvað er maður verri, þó að hann sje öðruvísi en aðrir? . . . Góður, — vondur, — glæpamaður, — mikilmenni: af- brigðis vextir í aldingarði lífsins. . . . Maðurinn er vani. Því geta með tímanum þrantir orðið að nautnum, og nautnir að þrautum. . . . Maðurinn er eldspýta, sem atvikin kveikja á, — til skemtunar, gagns eða skaða, ellegar kasta til ónýtis frá sjer. . . . Sjerhver óskar eftir óþrjótandi vexti; svo að allir menn aðrir verði blöð í hans tilveru-bók, þar sem skráðar eru skoð- anir hans eða skoðana-leysi, — en veröldin spjöldin utan um skrudduna. . . . Fæstir kasta burtu kápu lífsins, fyr en hún er gatslitin svo gegn um hana blæs. En tignast er að va'rpa frá sjer til- veru-skikkjunni, meðan hún er enn með óblektum ljóma. . . . Ættsmátt stórmenni er einstakur drangur upprisinn úr hafi. Stórættað aftur hæsti hnjúkur á löngum hamravegg. . . . Ekki tel jeg mikinn þann, sem mikill er fæddur; heldur hinn, sem mikinn gerði sig. . . . Ekki tel jeg þann mikinn mann, sem eigi getur eygt gegn um hverja sína hugmynd, líkt og hún væri líknarbelgur; lyftst yfir hana eins og lítinn kotbæ og horft niður sem af háfjalla brún. . . . Mikilmennin eru perlur á viljaböndum æðri afla. . . . Maðurinn er penninn; guð er skrifarinn. . . . Aður á tíð voru veikir menn vondir taldir (illum völd- um ofurseldir, og því ólæknandi). Nú síðast eru syndir taldar til sótta. . . . Heimska, leti, veiki, vonska: samslags pillur í ólíkum öskjum! — Vilji, gæði, viska, hreysti: alt saman greinar af einni rót! . . . Frægðin er mannslíkan af áfengum brjóstsykri, sem fjöldinn sleikir þar til hann er öjvaður orðinn. . . . Mannkynið brýtst æðandi yfir ófærur og auðnir fram að háreistum höllum við himins brún, sem ótal hafa frá sagt en enginn sjeð. En jafnskjótt sem einhver fellur ófær að velli, rjettir hann út höndurnar, og bíður þess að ofurmennið stigi niður frá undrahöllinni, taki sig í fang, og beri sig þangað burt í draumi. . . . Kvölin er flagð, sem allir forðast; og þó — feðrunum nauðugt — móðir flestra mestu hugsmíða í heimi. . . . Lögin eru vígi, álíka nálæg þeim auðuga og snauða, þeim fátæka loft, sem illa er manngengt undir. Þeim ríka dúk- lagt og dúnmjúkt gólf. . . . Lagabrot hvert var í fornöld kallað synd á móti kon- unginum; á miðöldunum móti guði; nú á móti múgnum. . . . Það eitt er á öllum öldum talið glæpur, að vera öðru- vísi en aðrir. . . . Meðferð glæpamanna er eins og þess, sem Iostinn er af því, að hann — hóstar hátt í kvefi. . . . Heimurinn er myndabók, með óteljandi ljósmyndúm af helvíti, og einstöku skrípamyndir af himnaríki. . . . Syndin er sjúkleikur í guði, sem manninum ber að yfirbuga, líkt og lífgandi blóðkorni. . . . Tilveran er verslun, þar sem alt gengur kaupum og sölu; ekki síst sálnatötrar og sannfæringa-brot. . . . Tilveran er ótal kínverskar öskjur, hver innan í annari, er þar af er mannkynið ein. . . . Tilveran er hnykill af perluböndum; þar sem perla hver líf, en vindingarnir stefnur. . . . Mennirnir eru hugsanir jarðar. Æðri verur eru okkar hugsanir. . . . Lífin eru sindur af glóðarteini tilverunnar, undan ham- arshöggum tilneyðslunnar í almáttarins hendi. . . . Lífið er vatnsæði; með ægilegri þrá til æðri tilveru, og þó — hræðilegum ótta við hana. . . . Jörðin er forarvilpa, þar sem hátignarblámi og hug- sjóna-skin spegla sig með gyltum sporum. . . . Fögur hugsun í óvöldum orðum er sem tötrum búin tignarmey, — eða eðla vín í óhreinum dalli. . . . Mannvitið er mein, eins og perlan í skelinni; fram- gengið af ótal þungum og löngum þrautum. . . . ísland er mjer yndisleg ungmær, — og þó sótvond sex daga í viku hverri. . . . (Tveir prestar). Annar minnir mig á hrafn, sem þóttafullur flýgur milli bursta. Hinn á vígðan fjórðung af allra frægasta smjöri. . . . Vinnan er beinagrind lífsins. Fegurð, vit og frelsi, litur hennar, hörund og hold. . . . Hvað er skýið hærra eðlis er regnið? Draumar um dýrð „hærri" heima æðri en fegurð okkar jarðar?

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.