Óðinn - 01.01.1923, Page 40

Óðinn - 01.01.1923, Page 40
40 ÓÐINN vandaða hlöðu, sem tók allan heyfeng jarðarinnar, bygði timburhús í stað torfbæjar, reisti búpeningshús að nýju, stækkaði og ræktaði tún sitt, svo töðufall tvöfaldaðist, breytti engi sínu í áveituengi, girti bú- fjárhaga, og í stuttu máli gerði hann ábýlisjörð sína að ásjálegu og arðvænlegu höfðingssetri. Heimili um- ræddra hjóna var hið virðulegasta í alla staði; risna þeirra var alkunn og rómuð af þeim, sem til þektu. Þá var heimilislífið hið ánægjulegasta, enda voru hjónin einkar samhent í öllu, og samtaka um alt, er varðaði heill og heiður heimilisins. Varð þeim hjón- um 14 barna auðið, og lifa 8, og eru þau öll hin mannvænlegustu. Þau eru: ]ón, giftur Aðalbjörgu Jónsdóttur, Þórunn, gift Skarphjeðni vjelameistara í Rvík, Sigríður, gift ]óni Ormssyni raffr. f Rvík, Guð- jón stýrimaður, til heimilis í Rvík, og Ragnheiður, Hjörleifur, Lárus og Markús, sem eru heima. ]ón sál. var meðalmaður á hæð og vel á sig kominn, hvar sem á)-hann var litið, viðkynningargóður, ræðinn og skemtilegur, ef hann var í vinahóp. Sveitungar ]óns sál. unnu honum mjög, og minnast hans sem hins nýtasta manns í bændastjett. ]arðarför hans fór fram 25. júlí f. á. að viðstöddu fjölmenni. O. J. H. Sí Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson fæddist að Marteinsfungu í Holtahreppi hinum forna í Rangárvallasýslu 15. dag júlímánaðar 1868; voru foreldrar hans Guðm. bóndi Þórðarson, er þar bjó, og Ragnheið- ur Vilhjálmsdóttir kona hans. Þau voru allvel efnum búin fyrstu bú- skaparár sín, en »harða vorið«, 1882, mistu þau nær allan sinn pening, og rjettu aldrei við eftir það, enda ljetst Guðmundur eigi mjög löngu síðar, vorið 1889. Þorvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum og þótti snemma óvenju bókhneigður, og las alt, er hann náði til; langaði hann mjög »til að læra eitthvað á þeim árum«, en þess var enginn kostur fyrir sakir fátæktar, og var hann fermdur svo snemma sem verða mátti, svo að hann gæti komist til sjávar og ljett undir í búskapnum, því að alls þurfti við, ef bjargast skyldi heimilið hjálparlaust. Honum var því ekki kent annað en lestur og kver, og lítið eitt að draga til stafs. En þótt »skólamentunin« væri þannig af skornum skamti, reyndi Þorvaldur að bæta sjer það upp á annan hátt; hann var sjer mjög úti um bækur til lesturs, og er hann eldist, keypti hann sjálf- ur mikið af bókum og langt um efni fram, enda átti hann, þegar hann fluttist að austan, fulla gríðarstóra kistu, og þótti það, og var líka, eins dæmi austur þar um þær mundir. Eftir lát föður síns bjó Þorvaldur með móður sinni, og jafnan við lítil efni, uns hann fluttist til Reykja- víkur árið 1899; gerðist hann þá afgreiðslumaður hjá Sigurði Kristjánssyni bóksala, og dvaldist hjá honum síðan, þar til er hann misti heilsuna 1918, og varð það með þeim hætti, að hann varð máttlaus, og hefir verið með öllu ófær til vinnu síðan, enda lengstum naumast rólfær. Þegar Þorvaldur var setstur að í Reykjavík, tók hann af alefli að safna bókum; eyddi hann í það hverjum eyri, er honum áskotnaðist, og það svo vendilega, að kalla mátti, að aldrei væri hann sæmi- lega haldinn að klæðum. En hverja bók, sem hann eignaðist, las hann vandlega og lærði að meira eða minna leyti, enda var minnið einkar gott og traust, en einkum las hann þó sögu og guðfræði. Hjelt nú Þorvaldur áfram að safna bókum, meðan til vanst, og átti að lokum um 1400 bindi, alt íslenskt, að heita mátti, og sumt næsta torgætt. En er hann veiktist, varð hann að selja safn sitt. Þorvaldur tók allmikinn þátt í fjelagslífi þessa bæj- ar, og var í ýmsum fjelögum. Og með því að þess varð skjótt vart, að hann var í fróðustu manna röð, einkum um sögu þessa lands, var hann oft beðinn að skemta með því að segja kafla úr sögunni, og urðu þá til fyrirlestrar þeir, er komið hafa út á prenti með titlinum: Nokkrir fyrirlestrar, eftir Þorvald Guð- mundsson. Til samningar þeirra hafði hann þær stundir, er afgangs urðu afgreiðslu og öðrum störfum, sem vinna þurfti á heimilinu, enda eru þeir flestir hripaðir upp á búðarborðinu eða í gluggakistu búðar- innar; kæmi einhver inn eða væri einhverju öðru að sinna, sópaði Þorvaldur öllu saman niður í skúffu, en er aftur varð á milli, tók hann »þar til, er fyr var frá horfið«. Höf. ætlaði aldrei að láta prenta fyrir- lestrana, en samdi þá beinlínis með það fyrir augum

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.