Óðinn - 01.01.1923, Side 42

Óðinn - 01.01.1923, Side 42
42 ÓÐINN Þeim hjónum, Andrjesi og Hólmfríði, varð 9 barna auðið. Þar af dóu 2 í æsku, en 7 eru á lífi, öll hin mannvænlegustu, enda upp alin í guðsótta og góð- um siðum foreldranna. Þau eru þessi: 1. Magnús, búandi í Vestmannaeyjum; 2. Agúst, bóndi á Hemlu; 3. Andrjes, klæðskeri í Reykjavík; 4. Sighvatur, bóndi á Ártúnum í Rangárvallasýslu; 5. Magnhildur, búandi ekkja í Reykjavík; 6. Guðrún, húsfrú á Stíflu í Land- eyjum og 7. Rósa, húsfrú á Uxahrygg á Rangárvöll- um. Auk þess tóku þau til uppfósturs dreng, sem á 1. ári misti fereldra sína, og heitir hann Sigurjón, og dvelur ennþá á fósturheimili sínu. Fleiri börn ólu þau einnig upp að nokkru leyti. * Guömundur Jónsson kaupmaður í Fáskrúðsfirði andaðist að heimili sínu 18. sept. 1921, 58 ára að aldri. Guðmundur sál. var fæddur í Dúkskoti í Reykja- vík 22. mars 1863. Foreldrar hans voru ]ón hafn- Guðmundur Jónsson. sögumaður Oddsson í Reykjavík, annálaður dugnaðar- og atorkumaður, og fyrri kona hans Sigríður Þorkels- dóttir. Foreldrar ]óns voru Oddur Bjarnason í Dúks- koti og kona hans Valgerður ]ónsdóttir, bæði ættuð austan úr Olfusi. Þorkell faðir Sigríðar bjó í Skál- holtskoti og var Ketilsson bónda í Mosfellssveit Bjarna- sonar. Kona Ketils var Sophía Þorkelsdóttir, er síðast bjó á Seli í Reykjavík, og Eirnýjar Egilsdóttur. Er þetta ramsunnlensk ætt. Kona Þorkels og móðir Sig- ríðar var Helga Sigurðardóttir bónda í Engey ]ó- hannssonar í Ánanaustum og Steinunnar Eiríksdóttur frá Draghálsi í Borgarfirði. Er þetta líka alsunnlensk ætt. Þau ]ón og Sigríður áttu fjölda barna. Oddur var elstur, og er enn á lífi í Ameríku, orðinn háaldr- aður. ]ón var annar, hann var stýrimaður á skipi, sem fórst fyrir sunnan land um 1890; einn sona hans er Oddur hafnarfógeti í Reykjavík. Þorkell, Sigurður og Pjetur fóru allir til Ameríku. Systur Guðmundar eru Helga kona Ólafs fiskimatsmanns ]ónssonar frá Hlíðarhúsum, Guðrún ekkja Ottós Wathne, hins al- kunna atorkumanns, og Ásdís Valgerður kona Carls Wathne í Bergen bróður Ottós. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum, en misti móður sína meðan hann var á barnsaldri. Hún var valkvendi og stóð skörulega fyrir búinu, þótt börnin væru mörg. Guðmundur var mjög fálátur í æsku, og heldur dulur í skapi, og hafði sig því lítt frammi. Hann var snemma hneigður til bókar, og langaði mikið til að ganga skólaveginn, og var jafnvel byrj- aður lítið eitt á lærdómi undir skóla. Úr því varð þó ekki, og munu heimilisástæður og fjárþröng hafa mestu valdið þar um. Þegar Guðmundur var 17 ára, fór hann vistferlum til Odds bróður síns, sem þá var búsettur á Seyðisfirði, og var hjá honum þangað til vorið 1885. Þann vetur fjell snjóflóðið mikla á Seyðisfirði, og lenti Guðmund- ur sál. í því, en komst úr því ómeiddur, en alt, sem hann átti, misti hann í flóðinu. Nákunnugur maður Guðmundi sál. frá hans mann- dóms- og efri árum lýsir æfiferli hans á þessa leið: Vorið 1885 rjeðst Guðmundur sem verkstjóri til kaupmanns og útgerðarmanns Ottós Wathne, mágs síns á Seyðisfirði, og var hjá honum öll þau ár, sem hann var á Seyðisfirði eftir það. Starf þetta leysti hann mjög vel af hendi, því hann var stakur hirðu- og reglumaður um alt, sem hann átti að sjá um. Árið 1887, hinn 17. desember, gekk Guðmundur að eiga heitmey sína, Hólmfríði ]ónsdóttur Ogmundssonar ]óns- sonar frá Bárðarstöðum í Loðmundarfirði. Móðir Hólm- fríðar var Kristín Einarsdóttir, Stefánssonar Schevings prests að Sauðanesi. Voru brúðhjónin gefin saman á heimili Ottós Wathne, af sóknarpresti þeirra, sjera Birni Þorlákssyni. Vorið 1894 fluttist Guðmundur með fjölskyldu sína til Fáskrúðsfjarðar, og settist að í hús- um, sem Ottó Wathne átti þar, og tók að sjer um- sjón með síldveiði, sem Wathne rak þar um þær mundir. Árið eftir keypti Guðmundur þessar húseignir,

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.