Óðinn - 01.01.1923, Page 45
OÐINN
45
frá því, sem aðrir menn vóru, harðleitur og
grimmligur, þá er hann var reiður; hann var
vel í vexti ok hverjum manni hærri, úlfgrátt
hárit ok þykt ok varð snimma sköllóttur«.
A níðstönginni í minnismerki Vigelands
eru með rúnaletri tvær vísur eftir Egil, níð-
vísur um Eirík og Gunnhildi: Svá skyldi goð
gjalda« (56. kap.) og »Lögbrigðir hefir lagða«
(57. kap.) og hefur prófessor Magnús Olsen
valið þær og hyggur, að því er greinarhöf.
segir, að Egill hafi rist þær á níðstöng sína.
Athöfnin, sem Egill framdi þarna, átti rót
í fornum átrúnaði, og er henni lýst í »Dan-
merkur kröniku« eftir Saxo grammaticus og
einnig í Laxdæla sögu (34. kap.). Hesturinn,
sem slátrað var, skyldi vera fórnardýr til
guðanna, og var því skotið til þeirra, að
níðið mætti hrína á þeim, sem því var stefnt
að, og þeir á þann veg hjálpa til hefndar.
Grein H. D. um þetta líkneski Vigelands
endar með þeim ummælum, að það sje ekki
einasta minnismerki eins hlns merkilegasta
manns frá tímum norrænu víkingaaldarinnar
og sagnaheimi norrænna bókmenta, heldur
sje það, fremur en nokkurt annað mynd-
höggvaraverk, minnismerki sjálfrar sögualdar-
innar, í anda og gerð þjóðlegt minnismerki.
Jafnframt og það sje minnismerki yfir jötun-
menni hinna norsk-íslensku fornskálda og
eitt hið mesta skáld, sem Norðurlönd hafi
eignast, sje það einnig, að því leyti sem at-
hyglinni sje þar snúið að trú og kveðskap
fyrri alda, lofgerð guðdómlegrar gjafar hins
skapandi hugmyndaafls. Þar að auki sje
Egill sýndur þarna sem krefjandi rjettar og
rjettvísi.
Myndhöggvarinn hugsar sjer Egil háan,
beinvaxinn, sterklegan, skegglausan. Hann er
í kyrtli, með belti um sig miðjan, og við það
hangir sverðskeiðin. Hann er í leistabrókum,
og bandi vafið um mjóleggina. Níðstöngina
hefur hann fest í klettaskoru, sem sýnd er á
fótstallinum. Hann hefur tekið sjer stöðu
framan við níðstöngina, sem ber hrosshaus-
inn, og heldur með vinstri hönd í faxið, en
með hægri í tungu hestsins. Við hönd hans
hangir sverð hans, Drágvendill, dregið úr
skeiðinni. Hann snýr sjer til lands og sjest á
kirtlinum, að vindur stendur þaðan. Hugsar
myndhöggvarinn sjer, að svona hafi hann
staðið, er hann sagði fram níðið.
Sl