Óðinn - 01.01.1923, Síða 46

Óðinn - 01.01.1923, Síða 46
46 OÐINN Ðlaðamenn í Reykjavík 1922. Sfandandi (talið frá vinstri hönd): ]ón Björnsson, Skúli Skúlason, Baldur Sveinsson, Erlendur Erlendsson. Sitjandi (talið frá vinstri hönd): Olafur Friðriksson, Tryggvi Þórhallsson, Þorsteinn Gíslason, Jakob Möller. Mynd þessi var tekin haustið 1922. Höfðu blaðamennirnir þá endurreist Blaðamannafjelag Islands, sem öðru hvoru hafði verið með nokkru lífsmarki síðustu áratugina, en þess á milli fallið niður. Eru það mörg mál, sem blaðamenn geta unnið að í sameiningu, enda þótt ágreiningur sje um Iandsmálaskoðanir þeirra á milli. Fara hjer á eftir fáorðar upplýsingar um hvern ein- stakan af blaðamönnunum. Baldur Sveinsson (f. 30. júní 1883) var í Vesturheimi árin 1907—11 og var meðritstjóri Lögbergs í Winnipeg 1908—11. Frá 1919 hefir hann verið meðritstjóri Vísis. — Erlendur Erlendsson (f. 10. sepf. 1902), sonur Erlends heitins Gíslasonar í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, fluttist til Reykjavíkur 1919 og varð blaðamaður við Alþýðublaðið í júní 1922. — jjakob Möller (f. 12. júlí 1880) varð ritstjóri Vísis 1915 og hefur verið það síðan, og eigandi blaðsins frá 1918. -— Jón Björnsson (f. 14. júlí 1891) kom til Reykja- víkur 1918 og varð þá blaðamaður við Isafold, en 1919 við Morgunblaðið og hefur verið það síðan. — Ólafur Friðriksson (f. 16. ágúst 1886) dvaldi í Khöfn 1906—14 og stundaði blaðamensku síðustu 4 árin. Varð svo ritstjóri Dagsbrúnar í Rvík, 1915—17, og síðan Alþýðublaðsins til hausls 1922. — Skúli Skúlason (f. 27. júlí 1890) var á árunum 1913 —14 frjettaritari ísafoldar og Morgun- blaðsins í Khöfn, var síðan við Morgunblaðið á vetrum árin 1916—18, en varð þar fastur blaðamaður 1. okt. 1918 og hefur verið það síðan. — Tryggvi Þórhailsson (f. 9. febr. 1889) varð ritstjóri Tímans haustið 1917 og hefur verið það síðan. — Þorsteinn Gíslason (f. 26. jan. 1867) byrjaði blaðamensku við Sunnanfara í Khöfn á árunum 1892—96, varð svo eigandi hans og gaf hann út fyrst í Khöfn og síðan í Rvík. Gaf svo út blaðið ísland í Rvík 1897- 98. Var þar næst ritstjóri Bjarka á Seyðisfirði 1899—1903, og eigandi hans frá ársbyrjun 1901. Ritstjóri Óðins frá 1905 og eigandi hans á síðari árum; ritstj. Lögrjettu frá ársbyrjun 1906 og sömul. eig- andi hennar á síðari árum; ritstjóri ísafoldar síðasta ár hennar, 1921, og Morgunblaðsins frá 1. júní 1921 og fram til þessa. Leiðrjetting. í síðasta árg. Óðins eru í grein eptir ]ón frá Sleðbrjót um Thomas H. Johnson fyrv. ráðherra rangprentuð tvö nöfn: Rolly fyrir Kelly og Armbrory fyrir Armstrong.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.