Óðinn - 01.07.1932, Page 10
58
ÓÐ I N N
Þrír gamlir prestar.
Um eilt skeið var það siður smærri postul-
anna meðal skáldanna að hafa prestana að
skotspæni. Meðan þeir höfðu undir höndum
kirkjujarðirnar og sjálfir innheimtu á tekjum
sínum, var þeim borin á brýn aurasýki og á-
gengni og jafnvel fjárdráttur, en þegar breyting
varð á þessu, svo þessar ásakanir hentuðu ekki
lengur, var þeim borin á brýn hræsni og skyn-
helgi, en sem betur fór var, og jeg vil segja er,
prestastjett vor svo göfug og vel menluð, að
þelta hrein ekki á henni. Hún gat alveg hafið
sig yfir allar slíkar árásir án þess að svara þeim
einu orði.
Hitt virtust þessir menn síður koma auga á,
að prestarnir voru mentunarfrömuðir og sið-
ferðismeðvitundar- og siðmenningar-boðberar
þjóðarinnar. 1 þessum málum voru það þeir,
sem mynduðu almenningsálitið og varðveittu
það með rökum sínum og siðferðislegum þroska.
Get jeg til skýringar tilfært nokkur dæmi er
sanna þetta, og hef jeg með vilja valið þau öll
úr minni eigin reynslu, þó mörg önnur megi
til greina, og flestir muni geta tilfært dæmi úr
sinni reynslu, er þeir athuga málið.
Veturinn 1880—81 var jeg að læra undir skóla
á Breiðabólstað á Skógarströnd hjá Guðm. próf.
Einarssyni. Þetta var frostaveturinn, sem flestir
munu hafa heyrt nefndan. Jeg ætla ekki að
lýsa harðviðrunum eða fannferginu, en að eins
geta þess, að þegar leið að þorralokum sáu fleiri
af efnaminni bændunum að heybirgðir sínar
mundu ekki endast, og fóru að leita fyrir sjer
um hjálp hjá hinum, sem betur máttu, en eins
og á stóð var flestum óljúft að veita hjálp, og
voru þó margir, og þar á meðal prófasturinn,
vel stæðir með hey. — Þegar leið fram á góuna
og ekki rjenuðu harðindin, sáu menn að svo
búið mátti ekki standa. Hreppsfundur var hald-
inn á Breiðabólstað að tilhlutun hreppsnefndar-
innar, til að ræða um þetta vandamál, hlýddi
jeg með áhuga á ræður manna, og gæti jafnvel
skýrt nánar frá þeim, en læt að eins nægja að
geta þess, að einn af hreppsnefndarmönnum
bjelt mjög eindregið fram þeirri skoðun, að
heyþrotsmennirnir yrðu að skera af heyjum
sínum, því hitt væri ótækt, að fara að taka upp
hey hjá mönnum, sem með dugnaði hefðu sjeð
betur fyrir sjer, því trúlegt væri að jarðbann
yrði langt fram á vorið, þar sem margra feta
gaddur lægi jafnt yfir alla jörð, kvaðst fús til
að bæta að hausti, að sinu leyti, tjón þeirra
manna, sem harðast yrðu úti og helst þyrftu
hjálpar við, ef sjer hepnaðist að koma sinum
stofni sæmilega undan. Fanst mjer þetta drengi-
lega mælt, enda flutti hann skoðun sína með
krafti og fjöri. Flestir aðrir stóðu ráðviitir og
voru mjög hikandi og skiftust í flokka með og
mót. En vel sá jeg, að þeim, sem hjálparinnar
þurftu, leið illa og að þeir voru áhyggjufullir um
sinn hag.—Prófastur var viðstaddur en lagði ekkerl
til málanna, enda var hann vfst ekki hreppsnefnd-
armaður á því ári. Umræðurnar duttu niður,
málið var útrætt, en engin ákvörðun tekiu, og
allir þögðu og voru hljóðir. Mjer skildist, að
þeir væntu þess, að prófastur tæki til máls og
segði sína meiningu. Prófastur gekk um gólf
meðan á umræðunum stóð; hann hafði þann sið,
er hann var i sinum hugleiðingum, að hann
hreyfði hendurnar og lagði saraan flata lófana,
þannig, að aðeins fingurgómarnir mættust, og
mátti stundum af þessum handahreyfingum
marka hvað honum var innan brjósts. Hann gekk
áfram um gólf, lagði lófana saman og virtist
mjer helst eins og hann hefði ekki verulega
fylgst með umræðunum, eða þær haft áhrif á
hann. F*ögnin fór að verða nokkuð löng og for-
vitni mín óx á þvi, hvernig þelta mundi lykta.
Loks sló prófastur höndunum langt til og lagði
þær saman aftur og tók til máls, og því sem
hann sagði gleymi jeg aldrei: »Verið þið rólegir,
piltar mínir, verið þið rólegir! Hjer kemur guð
og hjálpar, hjer kemur guð og hjálparcc. Síðan
vjek hann sjer að þeim, sem mesta þurfti hjálp-
ina og sagði við hann: »Þú getur komið i fyrra-
málið með pokana þína, þjer skal verða hjálpað«.
Jeg var ekki vel ánægður á því augnabliki,
mjer fanst detta úr þessu botninn, engin sam-
þykt, ekkert bókað í fundarbókina. Allir stóðu
upp og fóru að tala saman í einni bendu og
alt lenti í hávaða, og jeg vissi svo ekki meir.
Hitt hefði mjer fundist sögulegra: Hreppsnefndin
kafandi í ófærðinni, að sjá um niðurskurðinn,
og svo aftur að hausti, að úthluta kúgildunum
til þeirra, sem skorið hafði verið hjá, stórum,
feitum og vel öldum rollum og lömbum. —
Nú finst mjer jeg skilja prestaöldunginn vel og
hans sálarfarslegu þekkingu.