Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 12
60
ó Ð I N N
tæklingunum og veita þeim mesta hjálpina, sem
mestan höfðu skaðann liðið, og hatði þar orð-
ið svo heitt blóðið í einum Vatnsdælingnum. að
hann gerði sig líklegan til að berja föður minn,
ef honum hefði ekki verið varnað þess af öðrum.
Jeg man það vel, að jeg stóð frammi í bæjar-
dyrunum þegar stofuhurðinni, þar sem fundur-
inn stóð, var brundið upp að innan og prestur
þaut fram úr dyrunum, skelti hurðinni á eftir
sjer, æddi inn bæjargöngin og inn í baðstofu
og skelti öllum hurðum, og jeg heyrði ekki
betur en hann styndi. Hann æddi fram ogaftur
um baðstofuna og skelti hurðum á milli her-
bergjanna alveg eyrðarlaus, en þá kom frúin að
framan og hurfu þau bæði inn í hjónaherberg-
ið. Jeg held að hann hafi ekki komið aftur fram
og enginn kvatt hann af mótflokksmönnum
hans, sem enduðu nú fundinn í næði og út-
hlutuðu Undirfellsbúinu 8 hestburðum af korn-
mat, ef jeg man rjett. Heyrði jeg að sumum þótti
þetta skrítið, því prestur hafði Iýst því yfir, að
hann tæki ekkert af gjafakorninu. Snemma
næsta morgun sendi prestur mann til oddvitans
og Ijet hann vita, að hann ætlaði sjer sjálfur að
ráðstafa því sem sjer hefði verið ætlað. Ljetsíð-
an söðla hest sinn og reið fram um dal og út-
hlutaði korninu til þeirra, sem fátækastir vóru.
Einum sekk af haframjöli kom hann ekki út, því
þá kunni enginn að jeta bafragraut og þeim, sem
hann smökkuðu, þótti það versti matur. — Lárus
Blöndal sýslumaður bjó þá á Iíornsá og hef jeg
fyrir satt, að hann hafi gefið fátækum sinn hlut,
og eftir það fór hróður þeirra lækkandi, sem mest
börðust fyrir að mata krókinn á þessu gjafafje.
Þegar jeg man fyrst eftir, sóttu Dalamenn
verslun sína til Borðeyrar, en einstöku menn
fóru þó til Stykkishólms og sögðu verslun þar
betri. Eitt sumar bar það við að kaupmenn á
Borðeyri settu ullarverðið 5 aurum lægra á
hvert pund en í Stykkishólmi. Þetta blöskraði
bændum, og er þeir frjettu að á Brákarpolli
mætti jafnvel fá hærra verð, fanst þeim þetta
óþolandi, en þó þeir fyndu að þessu við Borð-
eyrarmenn og hótuðu þeim öllu illu, þá stoðaði
það ekkert, heldur sátu þeir fastir við sinn keip.
Bændur höfðu dregið við sig að afhenda ull-
ina í von um að verðlagið breyttist til batnaðar,
en nú fór að líða að kauptíðarlokum og hafði
verið gert aðvart um, að bændur yrðu að hraða
sjer því kaupfarið ætti að sigla innan tíðar. Þá
var haldinn hreppsfundur í Hjarðarholti fyrir
Laxárdalshrepp til að ráðgast um hvað nú skyldi
taka til bragðs. Það gat komið til mála að flytja
ullina út í Stykkishólm og fá milliskrift. En nú
var háslátturinn og dýr hver dagurinn, vegur-
inn illur og langur, og óvíst hvort ullin yrði
tekin. Það var einhversstaðar frá komin sú
alda, að rjettast væri að velgja Borðeyrarmönn-
um einu sinni undir uggum og láta þá alls ekki
fá ullina. Til þess að þelta tækist, þurfti samtök,
ekki að eins Laxdæla, heldur allra sveitanna, ogtil
þess að koma þeim á, var fundurinn einmitt
haldinn. Um þetta var rætt fram og aftur og
flestum var ósárt um kaupmennina. Sumir hjeldu
að kaupmenn mundu hækka verðið, ef til þess
drægi að þeir hefðu ekki nægan farm í skipið og
yrði að láta það liggja fram yfir vanalegan tíma,
þvi þá fjellu á dagpeningar, og það mundi kaup-
mönnum þykja lítt tilvinnandi og láta þá und-
an síga. Þelta var farið að festa sig svo í hugi
manna að þeim fast rjettast að reyna þessa Ieið,
ef allír gætu orðið sammála um þelta. Þeir, sem
viðstaddir voru, áttu því að segja til, hvort þeir
yrðu með i samlökunum eða ekki. En er kom
að föður mínum, kvað hann nei við. Hann var
þá spurður að af hverju það væri, og sagði
hann þá eitthvað á þessa leið: Það var sú tíð,
að bændur, þ. e. goðarnir, rjeðu verðlagi á varn-
ingi kaupmanna, og á einokunartimanum hafði
stjórnin kauptaxta, er fara skyldi eftir i við-
skiftum, en nú er þetta löngu horfið. Nú er
svo komið að kaupmenn einir hafa ráðið og
ráða verðlagi bæði á innlendum og útlendum
vörum án nokkurs íhlutunarrjettar af lands-
manna hálfu og mætli helst líla á þetta sem
óskráðan samning. Nú hefðu menn tekið vörur
sínar hjá kaupmönnum til láns og hjá sumum
vildi við brenna að lánin stæðu jafnvel árlangt
eða meir; þessi lán hefðu kaupmenn veitt i
fullu trausti þess, að þeir að vanda fengju vör-
ur bænda eftir því sem þær frekast til fjellu. 1
sínum augum væri það svikum næst að halda
fyrir kaupmönnum vörunum, sem þeir ættu að
minnsta kosti siðferðilega rjett til að fá. En et
menn vildu fá i sínar hendur umráð yfir versl-
uninni, þá vissi hann það eitt ráðið að stofna
kaupfjelag og á þann hátt keppa við kaupmenn-
ina og til þess fjelagsskapar væri hann fús, ef
til kæmi. Samtök urðu engin og ulíin afhentað
vanda. Jón Jónsson læknir.