Óðinn - 01.07.1932, Side 16
64
ÓÐINN
Jóhannes Sigurjónsson og
Þórdís Þorsteinsdóttir
frá Laxamýri.
Jóhannes er sonur Sigurjóns heitins stórbónda
á Laxamýri, og eru myndir og ævisögur foreldra
hans i »óðni« 1926, en mynd Jóhannesar afa
hans, sem líka bjó á Laxamýri og gerði þar
fyrstur garðinn frægan, er í »óðni« 1930. Jó-
hannes Sigurjóns-
son átti ný-
lega sjötugsaf-
mæli. Hann ólst
upp hjá foreldr-
um sínum á Laxa-
mýri, fór í Lat-
ínuskólann og
varð stúdent 1889,
en hætti þá námi
og fór til Vestur-
heims. Dvaldi
hann mörg ár
vestan hafs, en
kom svo heim,
bjó um eitt skeið
á föðurleifð sinni,
ásamt Agli bróð-
ur sínum, og kvæntist þar, en síðan bjó hann
um hríð á annari jörð þar í grendinni,
þangað til hann fluttist til Reykjavikur fyrir
nokkrum árum. Hann vill sem minst láta um
sig skrifa, og er þó maður vel að sjer og fróður
um margt. En Guðmundur skáld Friðjónsson
hefur sent »Óðni« eftirfarandi grein um frú
Þórdisi, konu Jóhannesar:
Hún var fædd að Hámundarstöðum við Eyja-
tjörð 24. sept. 1875, en Ijetst á Laxamýri 10. des.
1921, gift Jóhannesi syni Sigurjóns á Laxamýri.
Faðir Þórdísar var Þorsteinn hákarlaskips-
formaður á Stóru-Hámundarstöðum, Þorvalds-
sonar á Krossum, Gunnlaugssonar. Kona Þor-
valds og móðir Þorsteins var Snjólaug Baldvins-
dóttir, prests á Upsum, Þorsteinssonar prests í
Stærri-Árskógi, Hallgrimssonar prófasts á Grenj-
aðarstað, Eldjárnssonar. Var sjera Hallgrímur
kominn af Guðríði Pjetursdóttur, systur Hall-
gríms sálmaskálds. Bróðir sjera Baldvins á Ups-
um var sjera Hallgrímur faðir Jónasar skálds.
Jóhannes Sigurjónsson.
Kona Þorsteins á Hámundarstöðum, móðir Þór-
dísar, var Margrjet Stefánsdóttir, Baldvinssonar
frá Upsum og vóru þau hjón systkinabörn.
Bróðir Margrjetar var Krístinn Stefánsson í
Ystabæ í Hrísey, faðir Stefáns prófasts, sem nú
er á Völlum í Svarfaðardal. Þessar ættir mætti
rekja á ýmsar lundir til stórmennis.
Svo sem mynd Þórdísar ber vott um, var hún
vel á sig komin í andliti og í framgöngu slíkt
hið sama. Mjer er minnisstætt það, sem Sig-
urður ráðherra i Felli mælti við mig eitt sinn:
»Mjer finst vera
eilthvað Berg-
þórulegt við hana
Pórdísi á Laxa-
mýri«. Hann átti
við konu Njáls.
Pórdís var »ung
gefin« bónda sín-
um, svo sem
Bergþóra kvað að
orði um sjálfa sig
andspænis Flosa,
kveldið það sem
kveykt var í bæn-
um. Og eitt gekk
yfir Þórdísi og Jó-
hannes, þar til
Pórdís varð bráð-
kvödd. Börn þeirra hjóna á lífi eru þessi: Sotfia,
gift Jochum Eggertssyni í Grímsey, Snjólaug
Guðrún, gift Eiríki Jónssyni frá Klifshaga, nú
í Reykjavík, Jóna Kristjana, gift Árna Bene-
diktssyni frá Hallgeirsstöðum á Langanesi, full-
trúa við Áfengisverslunina í Rvík, Margrjet Stefa-
nía, hjúkrunarkona á Landsspítalanum, Liney
og Sigurjóna, allar þrjár ógiftar.
Jóhannes undi eigi búskap til lengdar eftir lát
konu sinnar og dvelur hann nú í Reykjavík,
einkennilegur maður og bókelskur.
Fjögur alþýðuskáld í Þingeyjarsýslu kvöddu
Þórdísi með kveðlingum. Hjer kemur eitt sýnis-
horn þeirrar Ijóðagerðar:
Pórdis Porsteinsdóllir.
Á snæbreiðum Iaufdreifar liggja
og langnætti skyggir á fjörð,
því senn eru sólstöður komnar,
um sálir halda þær vörð.
En það snertir Pórdísi ekki,
er þáði heimboð í gær
að dávaldi’, er dagsetri stjórnar
og draumsælu veitta fær.