Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 21

Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 21
ÓÐINN 69 Hús Ólafs Johnsens konsúls »Esjuherg« við Pingholls• slrœti, bygt af A. Obenhaupt slórkaupm. Hús A. J. Jóhnsons bankagfaldkera, nr. 16 við Sól- vallagötu. Hús Bjarna Jónssonar bíóstjóra »GaltafeU« við Laufás- veg, bygt af Pjelri J. Thorsteinsson stórkaupm. Hús Bergpórs l'eitssonar skipstjóra )->Alfheimar«. við Sól- vallagötu, bygt af Jónatan Porsteinssyni slórkaupm. Ýmislegt eftir Benedikt Gröndal. Svo heitir bók, sem kemur út í haust, og er innihald hennar: 1. Um skáldskap, fyrirlestur, sem Gröndal flutti hjer í Reykjavik haustið 1888 og er svar við fyrirlestri, sem Hannes Haf- stein hafði þá nýlega flutt hjer, og deila þeir um »róman- tik« og »realisme« í skáldskap, og um viðhorf íslenskra skálda á þeira tímum til þessara stefna. t inngangi að fyrirlestrinum hefur Vilhjálmur P. Gíslason skólastjóri gert grein fyrir afstöðu H. Hafsteins til deilumálsins og skýrt frá, hvernig fyrirlestrunum báðum var tekið af Reykjavíkur-blöðunum og almenningi, þegar þeir voru fluttir. Er mikill fróðleikur í fyrirlestri Gröndals og má án efa telja hann eitt af merkari ritum hans. »Hann er eftirtektarverð og skemtileg bókmentasöguleg lieimild« segir V. P. G., »hvaða álit sem menn kunna að hafa á einstökum skoðunum höfundarins«. Fyrirlesturinn er sjerprentaður úr tímaritinu »Lögrjetta« og hefur ekki birtst á prenti fyr en þar. — 2. er stuttur gamanleikur, Geitlandsjökull, með nokkrum kvæðum. — 3. er Ferða- saga, skemtileg og fyndin frásögn um göngu Gröndals um Reykjavikurbæ nálægt 1890 og heimsóknir hans á ýmsum stöðum í bænum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.