Óðinn - 01.07.1932, Page 34

Óðinn - 01.07.1932, Page 34
82 ÓÐI N N Árni Björnsson prófastur. Sjera Árni var fæddur 1. ágúst 18G3. Voru foreldrar hans Björn Sigurðsson bóndi á Tjörn í Nesjum í Húna- vatnssýslu og kona hans Elín Jóns- dóttir. Móðir hans, Elín, var hin á- gætasta kona, fríð sýnum og gjörvi- leg í allri fram- göngu og gáfuð vel. Föður hans þekti jeg ekki, því að hann dó meðan sjera Árni var enn í bernsku. Föður- bróðir hans, hinn mikli bændaskör- ungur Árni Sig- urðsson, bóndi á Höfnum á Skaga, tók hann að sjer 6 ára gamlan, ól hann upp og kostaði hann til náms ásamt sonum sínum. Hann kom í latínuskólann 1879 og stundaði nám sitt af mikilli prýði og vann sjer vinsældir bæði hjá skólabræðrum sínuni, kennurum og ýmsum mætum mönnum í Reykjavík, sem urðu alúð- arvinir hans upp frá þvi. Hann útskrfaðist úr latínuskólanum með fyrstu einkum 30. júní 1885. Hafði hann þá mestan hug á að sigla til háskólans í Khöfn, en ýmsar erfiðar kringum- stæður um þær mundir ollu þvi, að hann fór í prestaskólann í Rvík og útskrifaðist þaðan sumarið 1887 og sótti þá um haustið um Reyni- staðarklaustursprestakall. Prestskosningarlögin voru þá nýlega komin og varð allhörð barátta í söfnuðinum, og urðu meðhaldsmenn sjera Árna hlutskarpari, og var honum siðan veitt brauðið og fjekk hann aldursleyfi til að vígast. Tók hann vígslu 16. nóv. sama haustið (1887). Fór hann þá þegar norður og tók við brauðinu. Brátt yfirvann hann allan kalan hjá þeim, sem verið höfðu á móti honum við prestskosning- una, og urðu margir þeirra æfilangir virktarvinir hans síðan. Hann reisti bú að Fagranesi á Reykjaströnd og bjó þar nokkur ár og var móðir hans fyrir framan hjá honum. Hann tók þar að sjer ungan bróður sinn, Björn Helgason, af síðara hjónabandi móður sinnar, en hún var þá orðin ekkja í annað sinn. Sigurlaug systir hans kom þá og til hans og dvaldi síðan hjá honum þangað til hún dó, 1928. Um það leyti er hann varð prestur, misti sjera Árni bróður sinn Pál, sem fórst með fiskiskipi fyrir sunnan land; tók sjera Árni sjer þetta mjög nærri, og eins það, að Björn bróðir hans dó skömmu eftir 1890 ungur að aldri og efnilegur; hafði sjera Árni ætlað sjer að setja hann til menta. Um vorið 1894 brá sjera Árni búi á Fagranesi og lluttist til Sauðárkróks, og gekk samsumars að eiga ungfrú Liney Sigurjónsdótt- ur frá Laxamýri. Varð hjónaband þeirra hið Arni Björnsson. hundurinn upp á stól, sem stóð við bollaskápinn, tók pípu, sem lá á öskubakka, og sat með hana í öðru kjaftvikinu í nokkrar mínútur og lagði hana svo aftur á bakkann. Þetta gerði hann við hverja máltíð. Margt fleira var skrítilegt við hund þenna. ]eg hef gleymt hvað hann hjet. Hann varð óður og uppvægur, ef hann heyrði Rússa nefnda. Ef hann vildi ekki jeta það, sem skipstjórinn gaf honum, sagði skipstjórinn: »Það er þá best að gefa Rússum það«. Þá keptist hundurinn við að jeta, og þótt hann lægi og virtist sofa, þá þaut hann upp með gelti og ólátum, ef jeg sagði: »]eg held að Rússar sjeu uppi á þilfari*. En hvaða hugmynd hann hefur haft, eða þetta orð hefur vakið upp, var ekki gott að segja. Skipstjórinn kvaðst ekki vita, hvernig á þessu stæði. Hundurinn varð mjög hændur að mjer á leiðinni. Eftir 4 daga sigl- ingu komum við til Leith. Þar lá skipið í 4 daga. ]eg var mikið í landi og kom oft í K. F. U. M., en jeg var svo ónýtur að tala ensku, að jeg kom varla orði upp. í Edínaborg hitti jeg Árna Þorvaldsson og var hann þar að stúdera ensku. Við vorum mikið saman þessa dagana. Árni kvaðst vera fremur einmana, og hafa fáa að tala við, nema helst í K. F. U. M. á kvöldin. ]eg sagði að það væri hægur vandi í svo stórri borg að ná í menn til að tala við. En Árni kvaðst ekki hafa uppburði í sjer til að ávarpa ókunn- uga. Svo gengum við eitt sinn niður Leith-walk. Þá gekk þar á undan okkur ungur maður. »Best að tala við þennan!* sagði jeg og hvatti sporið. Þegar

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.