Óðinn - 01.07.1932, Blaðsíða 36
84
ÓÐINN
50 ára prentaraafmæli
átti Jón Einar Jónsson, prentari í Gutenberg, 1. nóv. í
ár. Hann er fæddur í Vesturkoti í Leiru 5. október 1868,
en flultist til Reykjavíkur með foreldrum sínum, Jóni
Jónssyni og
Ragnhildi Ein-
arsdóttur, 1878,
og voru þau
fyrst á Gríms-
stöðum við
Skerjafjörð, en
flultust inn í
bæinn 1880.
Jón byrjaði
prentnám hjá
Sigmundi Guð-
mundssyni 1.
nóv. 1882, sem
þá hafði ný-
lega stofnað
prentsmiðju.og
var hún til
húsa i Merki-
steini við Vest-
urgötu, en flutt-
ist síðan í hús
Einars Jóns-
sonar í Skóla
stræti og brann
þar. Fór Jón þá til framhaldsnáms í ísafoldarprentsm.
1896 fór Jón austur á Seyðisfjörð, til Skafta ritstjóra
Jósefssonar, þar var hann tvö ár, eða fram í maí 1898,
en kom þá aftur til Reykjavíkur og rjeðist nokkru sið-
ar til Jóns ritstjóra Ólafssonar, sem þá selti á fót nýja
prentsmiðju i gamla pósthúsinu við Pósthússtræti. Varð
Jón verkstjóri þar og vann í þessari prentsmiðju einnig
eftir að þeir Davíð Östlund og sjera Lárus Halldórsson
urðu eigendur hennar. En eftir 5—6 ára veru þar fór
Jón aftur f ísafoldarprentsmiðju og vann þar þangað
til prentsmiðjan Gutenberg tók til starfa, og var hann
einn af stofnendum hennar.
Jón hefur starfað í ýmsum fjelögum prentara og
stundum verið í stjórn Prentarafjelagsins. Hann var
í stjórn Söngfjelags, sem prentarar stofnuðu eitt sinn
og hjeldu uppi um tíma, og formaður Leikfjelags, sem
þeir einnig stofnuðu og hjelt uppi sjónleikjum i 2—3
vetur. Að bindindismálum hefur hann unnið mikið
og lengi.
Hann kvæntist 14. nóv. 1891 Sigurveigu Guðmunds-
dóltur og eiga þau 6 börn, sem nú eru öll korain á
fullorðins ár og hin myndarlegustu.
að afsaka, að hann mundi í hugsunarleysi hafa látið
svo mikið fe í, að hann var hræddur um að hann
hefði sýnt mjer banatilræði með því. — Jeg ljet sem
ekkert væri og sagði, að teið hefði verið ágætt.
Við Færeyjar höfðum við langa dvöl, því hvass-
viðri og stormar töfðu fyrir allri uppskipun. Kom það
oft fyrir, að á kvöldin var siglt út á rúmsjó og farið
svo inn aftur næsta morgun, af því skipstjórinn var
hræddur við að liggja inni á höfnum. í liðuga viku
var verið að skrölta við Færeyjar. — Jeg hjelt sam-
komur í Trangisvogi, Þórshöfn og Klaksvík. Til Klaks-
víkur komum við snemma á sunnudagsmorgni. Jeg
fór í land kl. 10 að grenslast eftir messu. Jeg varð
glaður, er jeg heyrði kirkjuklukkum hringt. Guðsþjón-
usta átti að byrja kl. 11 árdegis. Þegar jeg kom að
kirkjunni, fjekk jeg að vita að presturinn væri að
messa á annexíu, en siður væri að lesa húslestur í
kirkjunni, þegar prestur væri ekki heima.
Það vóru sungnir tveir sálmar. Djákni las upp frá
kórdyrum pistil og guðspjall dagsins, og síðan hús-
lestur úr einhverri postillu, svo voru aftur sungnir
tveir sálmar. Mjer þótti einkennilegt að síðasti sálm-
urinn var kvöldsálmur:
„Jeg er Iræt og gaar til Ro,
Lukker mine 0jne to" o. s. frv.
Klukkan var þá tólf á hádegi. Mjer datt í hug, ef
söfnuðurinn færi eftir þessu bókstaflega og færi að
sofa þar í kirkjunni, og jeg átti bágt með að verjast
brosi. — Eftir guðsþjónustuna gekk jeg til djáknans
og sagði honum hver jeg væri, og spurði hvort jeg
gæti fengið kirkjuna um kvöldið til þess að halda
samkomu. Hann kvaðst ekki þora það, af því að
presturinn væri ekki heima. En hann sagði, að til
væri samkomuhús í bænum, sem jeg sjálfsagt gæti
fengið. — Jeg fjekk húsið kl. 6, og varð að vera
búinn kl. 7, því þá átti að byrja þar færeyskur dans-
leikur.
Svo hjelt jeg samkomuna. Efíir hana kom til mín
maður brjáluðu konunnar, sem verið hafði mjer sam-
skipa til Hafnar, og áður er getið. Bróðir hans hafði
skrifað honum um mig. Þrír myndarlegir synir voru með
honum; þeir voru allir mjög hlýjir við mig. Bóndínn
sagðist hafa fengið góðar fregnir af henni og mundi
hún koma heim með vorinu. Þegar jeg gekk frá sam-
komuhúsinu, heyrði jeg glumrugang mikinn inni fyrir,
það var verið að ryðja bekkjum burt fyrir dansinn.
Mjer datt í hug að lítið gagn mundi verða að þeirri
samkomu. En 17 árum seinna fjekk jeg brjef frá
manni í Klaksvík, sem sagði mjer, að á þeirri sam-
komu hefði hann vaknað upp til meðvitundar um
frelsið í Kristi og það hefði leitt til þess að hann
varð trúaður kristinn maður.
Frá Færeyjum var svo haldið síðasta áfangann til
Reykjavíkur; það tók eitthvað um 5 daga. — Það
var kl. 2 um nótt að jeg vaknaði lil þess að snúa