Óðinn - 01.07.1932, Side 45
ÓÐI N N
93
rúminu lægi, hefði þá, eins og oftar, talað í sig
kjark og manndóm. Var það og æfinlega sagt,
að Guðrún spilti Einari og æsti hann upp til
stórræða. — Guðrún, dóttir Einars, veiktist einnig
og varð upp úr þeirri veiki ráðvilt, og lifir enn
þá, aumingi. — I’órunn, dóttir hans, var einnig
undarleg og heilsutæp. Hún dó úr krabbameini,
uppkomin. — En þau önnur af börnum Einars,
sem upp komust, eru Þorsteinn, búfræðingur í
Holti, og Halldóra, húsfreyja í Kaldrananesi,
mesta gæðakona.
Öllu sínu mótlæti tók Einar með stillingu og
sýndist allajafnan glaður og reifur. Hann vjek
hvergi af hólmi og sýndi karlmanns kjark við
hvað eina, sem hann vann. Á sama tíma háði
hann harða sókn á andstæðinga sina, til þess
að halda uppi rjetti ábýlisins, og vakti yfir
veikri konu sinni og börnum. Varð að sjá á bak
einu heimilisgleði sinni og líða andúð og álas
vegna athafna sinna í þrætumálinu. En þrátt
fyrir alt þetta sást Einar aldrei öðruvísi en glað-
ur, meinstríðinn, fyndinn og albúinn til varn
ar, hve mikið ofurefli sem sýndist við að eiga.
Svo skilvis var Einar í öllum viðskiftum, að
heldur kaus hann að greiða fram yfir rjettmæta
skuld, en láta á vanta. Hann hataðí skuldir og
skilleysi. Hann kvartaði aldrei undan sveitar-
útsvari eða öðrum gjöldum og greiddi i rjettan
gjalddaga. Væri honum greiði ger, margborgaði
hann, svo var og, fyndi hann sjer órjett gert,
að einnig þá borgaði hann ríflega og ekki sem
notalegast. Var og svo komið, að fáir leituðu á
hann, því allir vissu, að hvorki var notalegt að
lenda í höndum hans eða verða fyrir orðsend-
ingum hans — því hann bar svo jafnan vopn
að manni að við kæmi — og var glöggur á
höggstaðinn. Við presta var honum illa, og hafði
staðið mest í höggi við þá. Að verja rjett sinn
og hefna mótgerða, þótti honum óumræðilega
mikilsvert. Um mann, sem honum þótti lítt
úrræðagóður, sagði Einar eitthvert sinn: »Hann
hefði átt að verða prestur, garmurinn, hann er
svo hjartagóður og lítilsigldur«. — Ýmsar hnilti-
legar sagnir eru til eftir Einari og heppileg svör,
sem sýna glöggskygni hans og napurt háð, þegar
því var að skifta. Dulur var hann á innra mann
sinn og síglaður var hann, hvernig sem hagur-
inn stóð. Og við öl ofsakátur. Hafði þá gaman
af að koma öllum í ærsl og atgang, svo jafnan
mátti sjá þröng mikla þar sem Einars var von.
Alla tíð var hann heilsugóður sjálfur og unni
sjer engrar hvíldar. Sífelt stóð hann á verði og
átti í höggi við erfiðleika — og þegar honum
sárnaði mest, glotti hann um tönn. Það mátti
einnig sjá hann gráta af gleði, en aldrei af sorg.
Hann var alla tíð mjög frjálslyndur í landsmála-
skoðunum sínum, og fylgdi öllu því er gerðist
í þjóðmálum með heitum áhuga. Hann var full-
kominn vinur Þjóðverja, en gaf sig minna að
Englendingum. Meðan á síðasta Norðurálfu-
ófriðnum stóð, var hann síárvakur að fá frjettir
og fylgdist allra manna best með því, er blöðin
sögðu um stríðið. Áhuginn logaði í honum og
löngun til að komast i stríðið með Þjóðverjum,
þótt hann væri þá á áttræðisaldri. Þegar hann
frjetti að Island væri orðið sjálfstætt riki, 1918,
grjet hann af gleði, og sagðist nú fá að deyja
ánægður.
Einar var tryggur í lund, og að upplagi
ókvikull kjarkmaður, gætinn og ráðsettur bú-
maður og besti fjelagsmaður. Átti næmar og
góðar tilfinningar, sem hann reyndi að fela
vandlega undir grímu harðneskju. Hann var
karlmannlegur á velli og forn í hugsunarhætti.
E. G.
*
Gamlar þingvísur. 1894 sátu tveir Hafnar-lslending-
ar á þingi, Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur og doktor
Jón Porkelsson. Lítill vinskapur var milli þeirra á þeim
árum og áttu þeir oft I deilum. Jóni þótti Sigfús Vest-
mannaeyjaþingmaður um of fylgispakur Boga í atkvæða-
greiðslum, og einu sinni, er Bogi var ekki kominn i
sæti sitt þegar atkvæði voru greidd, orti Jón þessa visu,
en á orðinu »kjörgripui« stendur þar svo, að Bogi hafði
í ræðu kallað Geysi kjörgrip og þótti Jóni óheppi-
lega að orði komist:
»Fát kom á hann Fúsa minn,
feiminn varð hann, drengurinn,
þvi kjörgripurinn kom ekki’ inn,
kómiskur í sniði.
Öll rugluðust atkvæðin;
hann augum gaut um þingsalinn
og vissi hvorki út nje inn
frá almennu sjónarmiði«
Bogi var ekki hagmæltur. En Jón frá Múla svaraði
nafna sinum með þessari vísu:
»Raupmannahafnar kurteisin
komin er á þingið inn;
dugar allvel doktorinn
drótt að svifta friði.
Langar hann i landssjóðinn,
lófann til að fylla sinn,
en ilia sæmir ósvífnin
frá almennu sjónarmiði.