Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 2
2
hafa valdið þvi, að Resensbók les „Möðruvellingagoð-
orð“, sem bendir oss til Eyjafjarðar; þetta hið sama
mun og hafa verið skilningur Meidells1, sem hefir ætl-
að, að goðorðið drægi nafn sitt af Völlum í Svarfað-
ardal. Aptur hafa aðrir skilið staðinn svo, að Oxna-
dalsheiði væri takmörkin að norðan, en „Ávellinga-
goðorð“ að vestan, og er það eflaust réttara. Ef Á-
vellingagoðorð — eign Snorra Sturlusonar — ætti að
vera takmörk ríkis Kolbeins að' norð'an, þá yrði nauð-
synlegt að skilja staðinn svo, sem Kolbeinn hefði átt
allan Norðlendingafjórðung fyrirvestan Öxnadalsheiði,
þar sem engin takmörk væri þá tiltekin að vestan.
En nú vitum vér eigi til, að Snorri hafi nokkurn tíma
átt nokkurt goðorð í Eyjafirði, enda er hans eigi get-
ið á þessum hinum sama stað rétt á eptir, þar sem
taldir eru goðorðaeigendur fyrir norðan Öxnadalsheiði,
og hins vegar vitum vér, að Kolbeinn ekki gat átt
allan Norðlendingafjórðung frá Öxnadalsheiði alt vest-
ur að Hrútafjarðará, því Snorri átti einmitt mannafor-
ræði vestan til í Húnavatnsþingi, og þar búa og Mel-
menn, sem áttu þátt í goðorðinu með honum. í Sturl-
ungu (VII, 38. kap.) er sagt frá skærum Miðfirðinga
og Víðdæla á öndverðri 13. öld. Er þar sagt, að
Snorri Sturluson hafi átt „flesta þingmenn í hvárra-
tveggju héraði, ok þótti mönnum til hans koma, at
sætta þá“. Snorri fer því norður og stefnir öllum ó-
róaseggjunum á Mel í Miðfjörð til þorgils Kálfssonar,
er þar bjó. Að Snorri stefnir þeim á Mel, hefir sjálf-
sagt komið af því, að porgils Kálfsson átti goðorðið
með honum. Eigi varð þó sættum komið á með mönn-
um í það skipti, heldur sló í bardaga og varð Snorri
hjá að sitja, því að hann var liðfár; vóru síðan dylgjur
1) í sýnishorni af: »StedviserpaaIslandskortet«, útgefnu
1873.