Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 7

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 7
7 —og margt fleira í Grágás—til vor komið svo að segja óbreytt, eins og það var fært í letur á heimili hans. Hafliði dó 1130, og hefír porsteinn ívarsson ef- laust verið einn af niðjum hans. Nú vitum vér af Kristni sögu, að ]?órðr son Hafliða átti son, er ívarr hét, og er það meira en líklegt, að hann hafi verið faðir þessa þorsteins ívarssonar1. þetta kemur og á- gætlega heim við tímatal. f>að hlýtur því að vera rangt, sem Guðbrandur Vigfússon hefir getið til í mannanafnatalinu aptan við Sturlunguútgáfu sína, að þorsteinn þessi hafi verið sonur ívars munks þorsteins- sonar, Tumasonar, og væri þorsteinn þá af Ásbirninga ætt, þriðji maður frá Tuma föður Kolbeins, og getur það varla komið heim við tímatal, því að þeir Kol- beinn og J>orsteinn ívarsson hljóta að hafa verið sam- tíða menn2. þ>ess er heldur eigi getið, að ívarr munk- ur hafi átt börn, því síður að hann hafi átt son, sem hét þ>orsteinn. Auk þess væri það ólíklegt, að þ>or- steinn hefði eigi heldur látið Kolbein frænda sinn fá goðorð sitt en Snorra, ef hann hefði verið af Ásbirn- ingakyni. þ>að er deginum ljósara af því, sem á undan er gengið, að „Ávellingagoðorð“ hefir legið í Húnavatns- þingi vestanverðu. En hitt er þyngri þrautin, að segja, af hverju það dragi nafn sitt. Vér höfum áður getið þess, að Meidell vill láta nafnið vera dregið af Völlum í Svarfaðardal, en þar sem vér nú höfum sannað, að goðorðið lá í vestanverðu Húnavatnsþingi, þá getur nafn þess eigi verið dregið af örnefni norður við Eyja- fjörð, heldur verður að leita að því á þeim stöðvum, sem goðorðið náði yfir, svo framarlega sem nafnið 1) Kristni s. 14. k. Biskupa s. I. b. 31. bls. Sbr. Landn. 1. viðbæti (úr Skarðsárbók). (ísl.s. Khöfn 1843. I. b. 331.bls.). 2) St. 1878. VII 1. k. (I. b. 191. bls.).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.