Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 18

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 18
l8 minsta kosti eldri en konungsbók, og sagan í þeirri mynd, sem vér nú höfum hana líklega nokkurn veg- inn frá samatíma og konungsbók. Höfundur Njálu hefir því eflaust haft ljósa hugmynd um það, hver goðorð vóru ný og hver forn, og verður að taka söguna trú- anlega um Melmannagoðorð. En hitt er líklegt, að breyting sú á goðorðaskipuninni, sem gjört var ráð fyrir, þegar fimtardómurinn var settur, hafi eigi kom- izt í kring um alt land fyr en nokkru síðar, enda segir Njála eigi með berum orðum, að Melmannagoðorð köflum hafi verið skoðuð sem sjálfsögð, sést á því, að þing- fararbálki var fyrst játað (1271) af hinni nýju lögbók (Jámsíðu eða Hákonarbók), en öðrum köflum hennar eigi fyr en síðar og þá með tregðu. Af sömu ástæðu er slept í Staðarhólsbók þeim kapítulum í konungsbók, sem eru um rétt Noregskon- ungs á Islandi (kgsbók, Grág. 1852, II. 195. bls.), og um rétt íslendinga í Noregi (s.st. 195.—196. bls.), því að þettabreytt- ist alt við »gamla sáttmála»; hver breyting hafi orðið á rétti konungs, þarf eigi að taka fram, en að því er snertir rétt Is- lendinga í Noregi, þá þarf eigi að minna á annað en það, að eptir konungsbók átti arfur Islendings í Noregi að bíða hans í 3 vetur, en eptir gamla sáttmála 1262 skyldu erfðir upp gefast fyrir íslenzkum mönnum, hversu lengi sem þær höfðu staðið, og í öðru lagi á það, að landaurar voru upp gefnir 1262. Mér er eigi eins ljóst, af hverju baugatali er slept. Að sá, sem lét rita Staðarhólsbók, hafi frá upphafi ætlað sér að taka baugatal í safn sitt, er líklegt af því, að þess er getið í Vígslóða í Staðarhólsbók (32. k.; útg. Vilh. Finsens, Khöfn 1879, § 294, 333. bls.), og af því að Staðarhólsb. hefir ýmsar lagaákvarðanir, sem að efninu til eru samhljóða baugatali (sjá Vilh. Finsen í »Aarb. f. nord. oldkyndigh.« 1873, 123. bls.). það er því eigi líklegt, að baugatali hafi verið slept af þeirri ástæðu, að það hafi verið orðið úrelt og úr gildi geng- ið á þeim tímum, sem Staðarhólsb. var rituð (sbr. Vilh. Fin- sen »Aarb.« 1873, 125. bls.). Nú er merkilegt, að sanna má, að hin gömlu lög í Noregi um frændbætur og saktal, sem að efninu tilalveg svara til baugatals (sjá Frostaþingsl. VI. þátt, og Gulaþingsl. 218.—252. og 316.—319. § í »Norges gamle love«. Chria 1846. I. b.) vóru numin þar úr gildi á dögum Magnúsar lagabætis með réttarbót einni, sem sett var á ár-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.