Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 28
28
heiti Hof. Fyrir utan Mel sjást bæjarrústir, sem enn
í dag eru nefndar svo, og hefir merkur bóndi þar ná-
lægt sagt mér, að á þessum bæ hafi verið bygð
eigi alls fyrir löngu; hafi hann talað við gamla kerl-
ingu, sem lifði 1859, og sjálf hafði átt heima á þessu
Hofi. Á dögum Jóns Ólafssonar var þar enn sýnd
hofrúst, sem hann hefir gjört af teiknun í orðabók
sinni undir orðinu „hof“, og getur hann um blótstein
þar i grend. Nú hefir hinn sami bóndi sagt mér, að
menn geti ekki áttað sig þar á neinum hofrústum, því
að bæjarhús muni hafa verið bygð ofan i hoftóttina,
en þar nálægt sést enn þá steinn, sem kallaður er blót-
steinn. Virðist þetta benda til þess, að þar hafi verið
bygður upp aptur bær, síðan á dögum Jóns Ólafsson-
ar. Kaalund virðist efast um, að örnefni þetta sé
gamalt, af því að bæjarins er ekki getið i jarðabók-
unum1. J»ví verður heldur ekki neitað, að þetta er
nokkuð grunsamt, en þó er aðgætandi, að Jón Ólafs-
son er eigi miklu yngri heimild, en jarðabók Árna
Magnússonar, og hafi hofið í goðorði þessu eigi verið
þarna, þá mun eigi auðið að finna neitt annað örnefni
vestan til í Húnavatnsþingi, sem gæti bent til, hvar
hofið hefði verið, nema ef vera skyldi Hörghóll, en
það er þó ólíklegt, þar sem hörgr víst hefir verið eitt-
hvað annað en hof.
Áður en eg skilst við þetta mál, mun eg reyna
að setja fram stutt yfirlit yfir goðorðasögu Húnavatns-
þings. í heiðni voru 3 goðorð í þessu þingi sem öðr-
um. Nyrðsta goðorðið átti hofssókn að Hofi á Skaga-
strönd, það sem lá í miðið að Hofi 1 Vatnsdal, en hofið
í vestasta goðorðinu hefir liklega legið í Miðfirði—ef
til vill þar, sem enn er kallað Hof nálægt Mel. Nyrðsta
goðorðið gekk fyrst í ætt Eilifs arnar landnámsmanns,
1) Kaalund: Hist.-topogr. beskrivelse af Island II. 6. bls.