Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 34

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 34
34 þegar þær standa niðri i vatni eða eru grafnar i jörð. Oll þau kol, sem nú á dögum eru grafin upp úr iðr- um jarðarinnar, og það á stundum upp úr fjarska dýpi, hafa fyr á tímum, fyrir þúsundum og millíónum ára, staðið á yfirborði jarðarinnar sem blómgandi tré og jurtir. J>að tímabil, er hin helztu kolalög hafa mynd- azt á (Carboniferous Period), er einkennilegt af þvi, að þá hefir jurtaríkið verið auðugra en nokkru sinni fyr eður síðar. Jurtarikið á því tímabili var í mörgu tilliti ólíkt því jurtariki, sem vér þekkjum og sjáum nú á dögum; þær jurtategundir, er þá komu optast fyrir, voru burkni, mosategundir og mýrajurtir; en þá var hitinn og loptslagið svo hentugt jurtaríkinu, að hinar áðurnefndu jurtategundir voru þá ekki að eins litlar eins og nú á tímum, heldur voru sumar þeirra líka eins stórar og jafnvel stærri, en hin stærstu tré, sem vér nú þekkjum til á jörðunni. Af þessari jurta- auðlegð mynduðust stór og mikil lög af mó, á sama hátt og mór myndast í mýrum á vorum dögum, og í kolalögunum finnast stundum stofnar af trjám, sem standa beinir á rótum sínum, alveg eins og þeir stóðu, þegar hið upphaflega mólag var að myndast. Aptur lítur stundum svo út, sem stór fljót og ár hafi sópað burt með sér hinum gömlu skógum, og borið þá eins ogrekavið fram í ósa sína, og orpið þá þar sandi, leir, og öðru þvi, er áin hefir borið með sér. f>að er ekki hægt að segja, hvernig allar þær jurtir og tré, sem mynda kolalögin, hafi borizt saman á einn stað, en það er víst, að þau hafa orðið fyrir vatnaágangi,. og hafa grafiztíjörð niður, og orðið þakin moldu ogleir; þessi mold og leir, sem ofan á þau hefir borizt, hefir farið vaxandi, breytzt og harðnað, eptir því sem yfir- borð jarðarinnar hefir breytzt og ummyndazt um allar þær aldir, sem síðan eru liðnar; er nú þessi mold og leir orðin að steinum og klettum, sem námumaðurinn

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.