Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 36
36
örðugra að uppgötva í þeim, að þau eigi kyn sitt að
rekja til jurtaríkisins, heldur en í mónum.
Eptirfylgjandi tafla,1 sem sýnir hina helztu efna-
fræðislegu samsetningu trés, mós og hinna helztu teg-
unda af kolum, nefnilega steinkola, anthracit og lignit
(surtarbrands), útskýrir fyrir oss hina efnafræðislegu
breytingu, sem verður, þegar kol og mór er að myndast.
Viður Mór Lignit Steinkol Anthracit
Kolefni 50.00 00.02 66.96 88.42 94-05
Vatnsefni ó.oo 5-88 5-25 5.61 3-38
Súrefni 44.00 34.10 27.79 5-97 2.57
100.00 100.00 100.00 100.00 100.00
Af þ essari töflu sjáum vér, að tré, mór og kol
myndast af hinum þremur frumefnum, sem áður er um
getið ; nefnilega kolefni, vatnsefni og súrefni, en i ýms-
um hlutföllum; að í trénu er að sínu leyti mest af
vatnsefni og súrefni, en minnst af kolefni; og að með-
an tréð er að verða að mó, og mórinn aptur að kol-
um, fer vatnsefnið og súrefnið ávalt að sama skapi
minnkandi, sem kolefnið vex. f>ess er og vert að geta,
að í lignit, sem í jarðfræðislegu tilliti er hin yngsta
tegund af kolum, þar eð hann finnst í þrílagamyndun-
inni (Tertiery-System), er meira vatnsefni og súrefni,
heldur en í steinkolum, sem í jarðfræðislegu tilliti eru
afarmiklu eldri, þar þau koma fyrir í steinkolalögun-
um (Carboniferous-System), en anthracit, sem finnst í
hinum elztu og neðstu steinkolalögum, inniheldur
minnst af vatnsefni og súrefni, en mest af kolefni. Af
þessu má álykta, að þegar tré og jurtir eru grafnar í
jörðu niður og verða fyrir áhrifum vatns, en missa á-
hrif loptsins, en verða aptur fyrir hinum afarmikla
þrýstingi af þeim lögum af moldu og grjóti, sem safn-
1) Roscoe and Schorlemmer, Treatise on Chemistry,
Vol. 1. bls. 596.