Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 50

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 50
eptir í retortunum, þegar hin önnur efni eru burtu farin, og sem Asphalt er búið til úr; asphalt er brúk- að mikið sem cement, og sem gljákvoða; það er haft til að gjöra úr gólf og stræti; það er haft til þess að varðveita hús fyrir sagga, þannig, að því er roðið yfir grunnmúrinn eður yfir allan grundvölhnn; og þeg- ar asphalt er sett saman við möl, sand og leir, búa menn til úr því kletta, sem eru mjög sterkir og þéttir, og sem vatnið vinnur ekki á; eru þannig bygðar bryggjur, sjávargarðar og skipakvíar. Áður en vér hættum að lýsa hinum ýmsu kola- tegundum, viljum vér geta um eina efnategund, sem er mjög skyld kolunum, og hefir sama uppruna og efnasamsetningu, sem kol, þótt hún ekki með réttu lagi geti kallazt kol. J>essi efni eru steingjörðir har- pixar (Fossil Resins) og jarðbik (Bitumen), þar með talinn rafur, jarðbik (Bitumen) og steinolía (Petroleum). ]pau finnast á yfirborði jarðarinnar eða i þrímyndunar- lögunum (Tertiary strata), nema hin ameríkanska stein- olía, sem finnst meðai hinna elztu kletta, jafnvel fyrir neðan kolalögin; og sýnast þau hafa myndazt af á- hrifum hita á kol eður jurtaefni, er hafa verið grafin í jörðu niður. Rafur kemur opt fyrir í lignit-lögum, en helzt finnst hann á ströndum Austursjávarins milli Königs- berg og Memel; hefir sjórinn þar kastað honum á land upp. Hann er ljósgulur og meira eða minna gagnsær, og rafurmagnast ef hann er núinn. Hann er brúkað- ur til ýmislegra smíðisgripa, og einnig að nokkru leyti til gljákvoðu. Jarðtnk, asphalt eða bitumen finnst víða um heim- inn, en mest af því, samankomið á einn stað, finnst við Dauðahafið og við Tjörustöðuvatnið (The Pitch Lake) i Trinidad. Einnig finnst mikið af því í Frakk- landi og pýzkalandi. pað er mórautt eða svart á lit,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.