Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 53

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 53
53 hve hætt er við, að í naptha kvikni, og að hún gjöri loptbrest. Brennsluolía er sú olía, sem er höfð til ljósmetis um allan heim í steinolíulömpum. f>að er mjög áríð- andi, að öll naphtha sé aðskilin frá henni í hreinsun- inni, því annai's er hætt við, að slys geti af orðið, og að hún gjöri loptbrest, þegar henni er brent í lömpum. f>ar eð naphtha er ódýrari en brennsluolían, þá er henni stundum blandað saman við steinolíuna, til þess að drýgja hana, en af því leiðir, að hættulegt er að brúka slíka olíu. þ>ess vegna hafa ensk lög sett regl- ur fyrir slíku, og lagt hapt á flutning og sölu slíkrar steinolíu, sem gefur frá sér eldfima gufu, ef hún er hituð upp að ioo° Fahrenheit (=38° C.=30° R.). þ>á steinolíu, sem ekki leggur af eldfima gufu (það er að segja: sem ekki kviknar í, þó loga sé haldið yfir yfir- borði hennar), þegar hún er hituð upp að ioo° Fahr., má álita hættulaust að brúka. Eins og fyr er getið, er steinolia, þegar henni er brent i góðum lömpum, eins gott og eins ódýrt ljósmeti, eins og kolagas. Aburðarolía (lubricating oil) er þykkri og þyngri en brennsluolía; og er höfð til þess að bera á maskín- ur. Hún inniheldur fast paraffin, sem er aðskilið með því að kæla olíuna, þá verður paraffinið fast og krist- allíserað; það er siðan látið í poka, og látið undir þunga pressu; olían pressast út, en hið fasta paraffin verður eptir í pokunum; þegar paraffin er hreinsað, eru til- búin úr því paraffinkerti, sem eru fallegri útlits, og gefa betri birtu heldur en vaxkerti eða sterinkerti, og eru miklu ódýrari. Auk hinnar náttúrlegu steinolíu, sem fæst úr steinolíubrunnunum, fæst einnig afarmikið af steinoliu með því að distillera kol og bitumen-kenda flögu- steina (bituminous shales), og það efni, er þar við fæst, er kallað paraffinolía. Cannelkol og flögusteinar, sem

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.