Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 63
þessum hætti: Skal gjöra mjóa gröf og djúpa um þveran kof-
ann, eptir því sem rótin útheimtir, skera minnstu blöðin af til
aðbrúka þauþegar, en setja síðan kálstokkvið kálstokk í gröf-
ina, hylja síðan rótina með moldinni, sem upp úr gröfinni var
tekin ; má svo fjölga rennunum, eptir sem húsið leyfir óg kálið
útheimtir. |>að er betra, að kálið hallist hvert á annað, en
að það standi beint upp, og vilji menn fá fræ af káhnu, þá
skal að eins skera blöðin af því, en láta stokkana standa til
vors; skal þá taka þá og setja niður í kálgarðinn út við garð-
inn, svo þeir ekki taki pláz frá nýja kálinu. Stokkarnir
skjóta út smáblöðum og nægu fræi á öðru ári; þegar fræpung-
arnir eru bleikir orðnir, þá er fræið fullvaxið; skal þá taka það
af stokkunum og þurka við sólu, hleypa af því hýðinu, en
geyma fræið. Sumir blanda mold saman við kálfræ og sáldra
svo í beðin. Sá skal móti kveldi í hægu þurviðri.
Góð jarðepli eru 1., gul með ljósbláum blómum og dökk-
gulri stjömu í; ávöxturinn er hnöttóttur, gulur og fastur, en
hvorki stór né mergð af honum, hefir hann áþekkan smekk
kastaníu og er því kallaður eptir henni; 2., gul, stór með leir-
ljósum blómum; ávöxturinn er gulur, hnöttóttur, stór og
gnægð af honum, verður snemma fullvaxinn og er mjölríkur;
3., rauð, aflöng með dökkrauðu blómi; ávöxturinn rauður, af-
langur, ósléttur, þéttur, smekkgóður og mergð af honum. 4.,
rauð, stór, með blárauðum blómum; leggurinn á grasinu hærri
en á hinum fyrnefndu; ávöxturinn rauður og aflangur, stór,
mjölmikill, og mergð af honum. Fyrir öll jarðepli er bezt
sandjörð, er liggur meðallagi hátt. Grár og gulur sandur er
beztur, einnig mó- og mosajörð, sem gjöra má vatnslausa með
því að grafa kringum það svæði sem brúka á, og er þá gott
að blanda hana sandi. Bezt er að setja jarðepli svo smemma
sem verður, eptir það frost er úr jörðu á vordag, ætíð í þurru
en aldrei 1 regni, eina alin hverja frá annari, en 5 þumlunga
djúpt. Betra er að grafa gröf um þveran garðinn eptir streng
og setja jarðeplin þannig, heldur en gjöra holu fyrir hverju
jarðepli. þegar grasið er orðið hálfrar álnar hátt, skal burt-
nema illgresi og þjappa mold að plöntunum. Ur því komin