Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Qupperneq 67
67
síðan upp til reykingar í eldhúsi. Rennur þá saltið vel í öllu
kjötinu jafnframt og það reykist. þetta kjöt verður lystugra
og heilnæmara en það, sem saltað er í tunnur. Af hinu
síðara geta kviknað ormar í maga, og getur það einnig valdið
uppþembu hjá þeim, sem hafa óstyrkan maga. En reykta
kjötið drepur orma og styrkir magann. Soðið er heilnæmt
til grauta, sér í lagi baunagrauta, ef sótið er áður vel þvegið
af kjötinu. Er sama aðferð einnig góð við sauðakjöt, sem
ekki er brytjað niður í spað og saltað með lögnum eins og
venja er til. Spað og kjötsúpur eru alment haldnar drjúgari
en vel hangið kjöt, en áhöld verða um það, nema súpan sé
drýgð með káli eður öðrum jarðarávöxtum, eða þá mjólk.
Reynt hefir verið, hversu lengi sauður treyndist, niðurhöggv-
inn í spað með káli, ogannar jafnstór hanginn, etinn með spar-
semi, í hvert sinn með trosmat eður léttmeti, án feitar, og
virðist hið síðara engu síður ; er eldviðareyðslan þó ekki tek-
in hér til greina. Yilji maður ná feitinni úr skepnunni, þá
er bezta ráðið, þegar búið er að láta henni blæða og skera
af henni höfuðið, að reyra sterklega með snæri yfir strjúpann
láta svo kroppinn liggja, þar til hann fer að kólna, spretta
þá bandinu frá, flá og gjöra skepnuna til, eins og vanalegt er.
Séu sauðabein látin liggja í sýru árlangt, en nautsbeinahnút-
ur í 2 ár, verða beinin ætileg, þó verður að skipta nokkrum
sinnum um sýru.
Selskjöt á ekki saman nema nafnið. Sé ekki blóðinu
hleypt úr selnum, undireins og hann er drepinn, verður kjötið
svart og óviðfeldið. En sé honum Iátið blæða vel, svo fláð-
ur, tekið af honum spikið, kjiitið því næst þvegið vel fyrst
í köldu, þá í heitu, síðan í köldu vatni aptur, þá þurkað,
saltað og upphengt, síðan soðið og etið, þá finnst varla af því
nokkur selshniss eða lykt. Selvafninqur er þannig til búinn :
selsgarnirnar eru hreinsaðar, teknir af þeim 2 þættir, en
þriðji af spiki, er þetta fléttað og hengt upp í eldhús þar til
vel slær í það. Kampar og hreifar selsins eru sviðnir, soðnir
og súrsaðir. Heyrt hefi eg, að grautur sé gjörður úr selsblóði,
en vísan góða hefir fælt mig frá að reyna hann :
5;