Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 71

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 71
verkunar og skarfakál, og góð fcil að láta saman við skyr. Hún er góð við skyrbjúg og tannverk. Til þess grautur úr jurtum, sem blöð hafa, verði mátulega þykkur, skal fylla pottinn eður ketilinn, sem soðið er í, svo kúfur sé upp af, þó stutt sé á hendinni. Sviœra eða vallarsmári er mikið brúkaður sunnanlands, og befi eg reynsluna fyrir mér, að smjörs er vant, er smcera er fundin, eins og stendur í Hallsdrápu. Hún er tekin á haustin, fergð niður í hreinum ílátum, og etin á vetrum sam- an við söl og hvannarót, einnig seydd í mjólk og drukkin að kveldi dags, til þess að gefa væran svefn. Vessi hennar kreistur í heit augu og bruna græðir hvorttveggja. Að síðustu skal minnast á fífilrótarlauf’, sem kemur upp með fyrstu matjurtagrösum á sumrum. þau eru ein sú holl- asta fæða handa magaveikum. Skal saxa þau og sjóða vel í misu eða vatnsblandaðri mjólk ; smekkurinn er ísnarpur. þau eiga við vatnsbjúg, skyrbjúg, tannholdsveiki og sinakreppum, sem skyrbjúgnum fylgja. f>egar þessi veikindi gengu eptir jarðeldinn 1783, ráðlagði Thodal stiptamtmaður, að brúka fífilblaðagraut mest matar, og batnaði flestum að fárra daga eða vikna fresti, betur en af skarfakáli, sem allir geta sannað, er brúkuðu þennan graut eptir ráðum mínum. Hefir brúkun þess og síðan haldizt við, þó helzt hjá þeim efnaðri 1 salati. Bemliiig- uiii kúabú hér á landi á 15. öld. 1. (Ur biskupsvísitazíu frá 1446). — Síra Gamli Björnsson, ráðsmann á Beynistað telur fram: — Item stendur svo mikið heima á klaustri sjálfu á Beynistað : in primis : 50 kúa, 30 kálfa, 18 veturgömul naut geld með griðungum, 10 kvígur veturgamlar, item 14 kvígur tvævetrar, item 15 naut tvævetur með griðungum, it. 2 graðungar þrevetrir, it. 60

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.