Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 23

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 23
175 laust, en þegar kemur vestur fyrir það í eyjarnar hjá Asiu, er dýra- og jurtalíf allt annað en í Ame- ríku; þegar enn þá vestar dregur, takavið eyjar og lönd, og er dýra- og jurtalíf á þeim öllum mjög svipað, því þar hafa samgöngur verið hægar á milii. Eins og fyr var getið, er opt sami svipurinn yfir dýralífinu í heilum álfum og stórum höfum, þó teg- undirnar • séu nokkuð aðrar í hverju héraði, eptir ýmsum lífsskilyrðum. Ef maður t. d. ferðast urn Ameríku, er það einkennilegt að sjá, að hópar af dýrum koma hver í annars stað, eptir því sem norð- ar eða sunnar dregur; tegundirnar eru aðrar, en þó skyldar og svipaðar; skyldar fuglategundir syngja svipaða söngva, eggin eru lík á litinn og hreiðrin svipuð að byggingu. þ>ó eyjarnar við strendur Ameríku séu ólíkar að landslagi og jarðmyndun, þá eru þó tegundirnar svipaðar hver annari og þeim, sem eru á fastalandinu. Ef vér í Ameríku skoðum leifar forndýranna frá seinustu jarðöldum, sjáum vér, sem fyr var sagt, að þær hafa amerísk- an svip, hvort heldur þær eru af landi eða úr sjó. Vér sjáum af þessu, að tegundir dýra og jurta f Ameríku tengjast saman af ósýnilegu bandi, sem nær yfir tíma og rúm, án þess landslag e?a lopts- lag hafi nein veruleg áhrif. J>etta ósýnilega band er erfðalögmálið ; það framleiðir líkt afkvæmi for- eldrunum eða algjörlega skapað í þeirra mynd; mismunurinn á skepnum í ýmsum héruðum er kom- inn fram við breytingu af úrvalning náttúrunnar. Hvað dýrin eru lík eða ólík, er að miklu leyti kom- ið undir því, hvort það hérað hefir fyr eða síðar verið aðgreint eða girt frá öðrum héruðum, og þar af leiðandi nær og hvernig dýra- og jurtastofnar hafa hagað ferðum sfnum. J>ær tegundir, sem hafa átt við mikla samkeppni að búa, og hafa jafnan

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.