Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 37

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 37
189 suma sjófiska á, að lifa í fersku vatni. Sæfiskar úr vatnafiskaflokki hafa þá, ef til vill, farið langar ferðir, og hafa síðan vegna sérstakra atvika vanizt fersku vatni í flóum og fljótaósum, og svo hefir teg- undin breytzt, uns hún varð að vatnafiski. Margar tegundir af vatnaskeljum og kuðungum ná yfir stór lönd, og skyldar tegundir því nær um heim allan, þó deyja þessi dýr undir eins og þau koma í sjó, og eggin þola ekki seltu. Tegundirnar eru optast smáar og geta tollað á vatnsplöntum, sem berast stundum með fuglum af tilviljun langar ieiðir. Dar- win tók líka eptir því, að ungarnir, undii eins og þeir skriðu úr eggi, stundum festu sig við fugla- fætur, og hann fann, að þeir gátu lifað 10—20 stundir á rökum andarfót, en á þeim tíma getur önd eða hegri flogið 600—700 enskar mílur, og svo borið ungana úr einu vatni í annað. Lyell sá vatnakuð- unga, sem höfðu fest sig á brúnklukku, en þær fljúga opt alllangt milli polla á nóttunni ; Darwin sá einu sinni eina tegund af náskyldum skordýrum koma fljúgandi á skip það, sem hann var á, 45 ensk- ar mílur frá landi; með hagstæðum vindi geta því auðsjáanlega þess konar bjöllur flækzt langar leiðir. Margar tegundir af vatnajurtum og mýrgresi eru mjög algengar um stór svæði á meginlöndun- um, og hafa jafnvel setzt að á fjarlægum eyjum. Líklega flytjast fræ þessara jurta mjög langt á fuglafótum, eins og fyr hefir verið frá sagt; vað- fuglarnir eru einmitt einhverir hinir mestu farfuglar, og af því þeir eru f sífellu að sullast innan um fen og foræði og leita að æti sínu, getur varla hjá þvi farið, að fræ vatnajurta og mýrajurta festist á þeim og flytjist með þeim. Leðjan við strendur vatna og dýja er full af fræjum; Darwin tók einu sinni 3 matskeiðar af leðju úr lítilli tjörn, sína skeiðina

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.