Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 38

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 38
190 á hverjum stað, og þurkaði leðjuna; upp úr þessari leðju spruttu alls 537 plöntur. í leðjunni g’eta eflaust lfka egg smárra vatnadýra borizt. Á eyjum, sem nýrisnar eru úr sæ, eiga plönturnar mjög hægt með að vaxa í fyrstu. ef jarðvegurinn er hentugur, af því þar eru engir eða fáir keppinautar, Yfir höfuð að tala stendur útbreiðsla vatnsdýra og vatnsjurta í sambandi við ferðir fuglanna, sem allt af eru á ferðinni milli vatnanna, og opt fljúga land úr landi. Tegundirnar eru að tiltölu miklu færri áeyjum úti í reginhafi, heldur en á jafnstórum blettum á meginlöndunum. Á Nýja-Sjálandi og eyjunum þar í kring eru að eins góo tegundir af blómjurtum, en í hinu litla Cambridge-skíri á Englandi eru 847 teg- undir, og á Anglesea, sem er lítil eyja fast við land, eru 764 tegundir, Á eynni Ascension voru ekki nema eitthvað 6 blómjurtategundir, þegar menn komu þar fyrst; nú eru fleiri jurtir komnar þangað, er hafa flutzt með mönnum. Á St. Helenu hafa aðkomujurtir og aðskotadýr nærri eytt öllum hinum upprunalegu jurtum og dýrum. þ>ó tegunda- talan á eyjum sé lítil, þá eru þar að tiltölu miklu fleiri einkennilegar tegundir, sem hvergi eru til annarsstaðar. F.f tegundir einstöku sinnum með löngu millibili flytjast á fjarlæga ey, og verða að keppa við þær tegundir, sem fyrir eru, þá eru hin- ar nýju tegundir mjög hvatar til breytinga, meðan þær eru að laga sig eptir náttúrunni í kring, og myndast þannig fljótt nýjar tegundir. Á Galapa- gos-eyjunum eru 26 tegundir af landfuglum; afþeim eru 21 tegund alinnlend, og eru hvergi annarsstað- ar til; en af 11 sjófuglum, sem þar eru, eru aðeins tveir innlendir, enda geta sjófuglar miklu optar en landfuglar komizt til eyjanna. Á Bermuda, sem

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.