Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 59

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 59
 211 ótal margt, sem menn áður eigi gátu gert sérgreirr fyrir, og sýnir eðlilegar orsakir og afleiðingar, þar sem allt áður var á ringulreið. Darwin hefir fundið nýjar brautir og komið til leiðar ótal rannsóknum, sem engum hafði fyr hugkvæmzt að fást við. Dar- win reynir ekki að finna hinar fyrstu orsakir lífs- ins, enda liggur það fyrir utan svið vísindanna. Hver getur sagt, hvernig stendur á þyngdarlögmál- inu. En þó geta menn fundið, hvernig það kemur fram allsstaðar í alheiminum. Hver, sem hefir lesið ritgjörðina hér á undan, sér, að kenningar Darwins snerta ekki trúarbrögðin hið allra minnsta; og þó þutu margir upp til handa og fóta, þegar bókin kom út, og hrópuðu : þetta er á móti trúnni! En slíkt er ekki nýtt; varla hefir nokkur ný setning fundizt í vísindunum svo, að ekki hafi einhverjir fá- fræðlingar haldið, að það væri móti trúnni; en hver sem vill hafa fyrir því að hugsa svo Htið, sér þaði» fljótt, að trú og vísindi eptir sínu innsta eðli aldrei geta komizt í bága hvort við annað ; sanntrúaður maður þarf ekki að óttast vísindin þess vegna. Rit Darwins um uppruna tegundanna hafahvatt menn til margra rannsókna, sem menn áður höfðu gefið lítinn gaum; nú eru menn miklu nákvæmar en áður farnir að bera saman byggingu dýra og jurta, til þess að komast að uppruna líffæranna og skyld- leika; menn grennslast eptir samkeppni tegundanna og orsökum breytinganna og samræminu milli þeirra, menn bera saman dýr og jurtir í fjarlægum löndum og athuga ferðir þeirra, menn skoða áhrif lífskil- yrðanna betur en fyr, menn leita að steingjörvum milliliðum í jarðlögunum og bera saman fóstur dýra- flokkanna á öllum stigum, menn grenslast eptir lög- 14*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.