Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 83

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 83
235 að hann hafi „skrifað“ um landnám, sprottið af mis- skilningi hans eða heimildarrita hans á þessari til- vitnun Ara til Kolskeggs. Orðatiltækið „segja fyr- ir“ bendir og til munnlegrar heimildar. Oll Land- náma er sjáifri sjer svo lík frá upphafi til enda, að hún hlítur 611 að vera eftir sama manninn, og kafli sá úr landnámssögu Austfjarða, sem er eignaður Kolskeggi, virðist ekki í neinu vera frábrugðinn öðr- um hlutum Landnámu. Annars tekur greinin um Ketilbjörn í Sturlungu, sem áður var tilfærð, af öll tvímæli um það, að Ari sje sjálfstæður höfundur landnámssögu alls Sunn- lendingafjórðungs, og að Kolskeggr hafi ekki „sagt firir“ um þann hluta þessa fjórðungs, sem er fimti og síðasti partur Landnámu vorrar í öllum handrit- um nema Melabók, þó aðhann þannig í flestum hand- ritum standi á eftir orðunum: Nú hefir Kolskeggr Jyrir sagt héffan frá um landnám, sem eiginlega eigna Kolskeggi fyrirsögn um alt, sem á eftir fer, og þá einnig um umræddan part Sunnlendingafjórð- ungs. Enn þetta gefur grun um. að röðin sje hjer upphaflegri f Melabók enn í hinum handritunum. þ>ar stendur Sunnlendingafjórðungur allur first, enn Austfirðingafjórðungur síðast. í þessu handriti einu fær Kolskeggr það, sem hann á, og ekki meira. Reindar standa orðin ,.héáan frá“ ekki í Hauksbók, enn eru þó vafalaust upphafleg, þar sem þau standa í ölluin öðrum handritum, enda er hægra að skilja, hvernig á þvf stendur, að Hauksbók sleppir þeim, hafi þau staðið upphaflega, heldur enn hitt, hvers vegna hin handritin hafa bætt þeim inn, hafi þau ekki verið f frumritinu. Að Landnámu hafi upp- haflega verið skift í fjóra kafla eftir fjórðungum, er eðlilegt f sjálfu sjer, og að svo hafi verið, stirk- ist mikið við skinnbókarbrot það, sem kallað er

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.