Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 95

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Page 95
‘J47 á íslandi, taki hinum fyrri mönnum lítið, og sumir ekkert fram í þeim vísiudum sem lutu að stjórnvísi og lögvísi (Bsprit de lois), þá má eg þó fullyrða það að þeir séu þó nokkrir er það megi með sanni um segja, og að hinna íslenzku yfirvalda intellectuelle máttr sé nú meiri enn áðr, þegar á allt er litið. En þótt það nú ekki væri, sem er, þá er sú von grundvölluð á góðum rökum, að slíkt fari batnandi, og það á skömmura tíma. Menn læra meir og meir að þekkja téð vísindi við Universitetið, hin constitu- tíonella landstjórn mun rótfestast meir og meir í Evrópu og innrætast í þjóðalífið, fáir verðslegir embættismenn munu héreptir verða, júristar, fleiri andlegrar stéttar vitja háskólans; skólinn á Islandi mun smámsaman eflast og aukast; ritgjörðir munu leggja fastari grundvöll fyrir land- stjórnarhugmyndir manna; sjálfar landþingisnefndirnar mundu reka hvað fastast á eptir. þetta er Chimære, segið þér. Eg neita því þvert, og því, að á öllu þessu briddi nú þegar. Nú segi eg ennfremur : Hvað var það, sem gerði alþing svo ávaxtarsamt í fornöld ? Upplýsingin ; það, að landsmenn þektu þess rétta eðli, þess réttu þýð- ingu, og kunnu að fara með það. jpetta sem eg taldi áðan leiðir til hinnar sönnu upplýsingar, því skyldi alþing þá ekki verða ávaxtarsamt á vorum tíðum ? Nú kern eg þar að er þér spyrjið : Hafið þér yfirveg- að þjóðarinnar núverandi siðgæði og sinnisfar ? Eg svara: já mörgum sinnum, en þó segi eg ekki þar fyrir að eg þekki hvorttveggja, allrasíst það seinna. þó mun eg segja yðr ætlun mína þarum í samanburði við landþingið. Sið- ferðið er ekki gott, það veit eg vel, en það er ekki verra enn í flestum öðrum löndurn. Á því ríðr og minna fyrir landþingið, því bæði á Island marga ráðvanda menn sem framar öðrum mundu verða valdir, og líka eru þeir menn opt ekki síðr dugnaðar- og vitsmunamenn, sem lítið þykja vandaðir í framferði; einkanlega má þetta segja um de- licta carnis, sem Islendingum er nú mest borið á brýn. Sögurnar sýna, að þeir sem hafa verið mestir kvenna- inenn, hafa opt verið mestir menn í öðru, þannig er Cæsar,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.