Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 3
3
I.
Hver er liöfuixlur hinna svo nefndu Mósc-hoka ?
Hjá öllum almenningi mun sú skoðun vera ríkjandi,
að því séu þessar fimm bækur, sem gamla testamenfcið
byrjar á, kallaðar „Móse-bækur“, að Móse sjálfur sé höf-
undur þeirra. En nafn bókanna eða fyrirsögn sannar í
sjálfu sér ekkert að því, er snertir spurninguna hver höf-
undur þeirra sé. Engum, sem kunnugur er gamia testa-
mentinu, dettur lengur í hug, að eigna Samúel spámanni
bækur þær í gamla testamenfcinu, sem við hann eru kéndar
og kallaðar eru „Samúels-bækur", því að hver sá, erbæk-
ur þessar hefir lesið, hlýtur að hafa veitt því eftirtekt, að
mikill hluti þessara bóka skýiir fiá viðburðum, sem gerast
löngu eftir dauða Samúels. Nafnið „Samúels-bækur“ hafa
rit þessi fengið ekki af þvi, að Samúel hafi samið þau,
heldur af því, að hann er ein af þeim höfuðpersónum, sem
þar er skýrt frá. Sama getur átt sér stað, er til Móse-
bókanna lcemur, að þær séu kendar við Móse af því að saga
og löggjöf Móse myndar alt að því fjóra fimtu hluta allra
Móse-bókanna, en ekki af því, að hann sé höfundur
þeirra.
Þessi skoðun, að Móse sjálfur sé höfundur þessara
bóka, sem við hann eru kendar, er engu að síður mjög
gömul. í ritningunni sjálfri eru bækur þessar hvergi
eignaðar honum beinlínis. Þess er að sönnu getið all-
víða í gamla testamentinu, að hitt og þetta standi skrifað
í „lögmáli Móse“ eða í „lögbók Móse“ eða í „Móse-bók“;
en þetta þarf ekki að líta til fimmbókaiitsins1 í heild sinni
fremur en til einstakra kafla þess. En á timabilinu eftir
að ritsafn gamla testamentisins er að mestu leyti full-
1 Svo nefnum vér einu nafni þessar tiinm bækur Móse, og svarar
nafnið „fiiiimbókarit'1 til hins gríska nafns þessara bóka, Penta-
tevk o s.