Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 112
112
og töldu þá á, ef til vill meira cða minna drukkna, að
játast undir skattgjald við Noregskonung.1
Skip það, sem Gissur Þorvaldsson fór á utan 1254
kom við Hörðaland; frjetti hann að Ilákon konungur var
í Túnsbergi. Stje hann þar á land og þegar í byrðing,
og fór austur til konungs. Tók konungur honum mjög
vel, og mun skaði sá, er Gissur vaið fyrir í brennunni
að Flugumýri, hafa vakið hlutdeild hjá konungi. í Há-
konar sögu segir, að þeir Gissur og f’órður hafi fundizt
í Björgyn og enginn vinafundur hafi með þeim orðið. l’ess
er eigi getið í Sturlungu, en, eins og kunnugt er, er
Björgyn á Hörðalandi og er eigi ólíklegt, að Gissur hafi
stigið þar af skipi. i’angað leituðu flest kaupför í þá
daga, er komu af íslandi, og þangað kom einnig það
skip, er Gissur fór á, að minnsta kosti iitlu eptir að
hann gekk af því. P’órður kakaii var þá í Björgyn og
heyrði eitt sinn einn íslending, er komið hafði meðGiss-
uri af íslandi, hallmæla Kolbeini grön, er hann sagði frá
vigi hans, og laust Þórður hann þegar með exi, svo að
hann fjell í óvit. Litlu síðar fór i’órður kakali austur til
Túnsbergs, og tók konungur honum eigi marglega. í’ar
var Gissur fyrir og bjó hann í bænum um veturinn, en
Þórður á Berginu, en þar sat konungur. Skömmu síðar
bað P’órður konung, að hann Ijeti Gissur fara á biott,
og segir eigi örvænt að vandræði aukist af, ef þeir væru
báðir í sama kaupstaðnuin. Konungur neitaði því að
reka Gissur frænda sinn frá sjer, og spurði í’órð, hvort
hann mundi eigi vilja vei a í himnaríki, ef Gissur væri
þar. „Yera gjarna", sagði I’órður, „ok væri þó langt í
milli okkar.“ Konungur fjekk þá hvorumtveggja þeirra
sýslu. Hafði i’órður sýslu á Skíðunni, en Gissur norður í
íTándheimi. Sumarið 1256 fór konungur herferð til
1) Sturl. 11, 181—83, 189—93, 201—4, 212—13, 220—22, 225,
232—34.