Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 37
orðin í lofsöng Mése — 2. Mós. 15, 8), sem safnandi fimm-
bókaritsins hefir álitið bókstaflegan sögusannleika.
Annað dæmi líkt þessu finnum vér í 4. Mós. 13.,
þar sem skýrt er frá njósnarmönnunum, sem Móse sendi
inn í Kanaansland til þess að skoða landið. í 28. v. er
sagt. frá, að njósnarmenn hafi borið Móse þá fregn, að
landið væri mjög frjósamt og því til sannindamerkis, auk
annara ávaxta, fært honum vínviðargrein eina með vín-
berjum, svo mikla, að tveir menn urðu að bera hana.
En í 33. v. er sagt, að þeir, sem kannað höfðu landið,
hafi flutt Móse illar fregnir af landinu, segjandi: „I’að
land, sem vér höfum farið um, uppetur innbúa sína“ (þ.
e. landið er svo ófrjótt, að það getur eigi fætt íbúa
sína). Það dylst ekki, hvernig á þessari mótsögn stend-
ur, að hér segja tveir menn frá, hver á sinn hátt; hvað
landskosti snertir ber þeim ekki saman, en hvað lands-
menn snertir, segja þeir hið sama báðir, að þeir séu
menn hraustir og stórvaxnir sem tröll.
Pá má nefna frásöguna um uppreisn Kórah, Levítans,
í 4. Mós. 16. Eins og saga þessi er sögð í fimmbóka-
ritinu, virðist fljótt á litið Kórah hafa sameinað sig þeim
Dathan og Abíram, en þegar vandlega er að gætt, sóst,
að hér er um tvo sérstaka viðburði að ræða. Það, sem
þeim Móse og Kórah, ásamt fylgifiskum hans, ber á milli,
er, að þeir Kórah vilja ná í prestsembætti. Dathan og
Abíram aftur á móti ráðast á yfirstjórn Móse. í 16,
4—11 er það Kórah einn og fyigilið hans, sem ber
sig upp við Móse og möglar gegn Aron (en Dathan og
Abíram eru þar ekki einn sinni nálægir, sbr. v. 12) og
jartegn á að skera úr því, hvort þeir hafi sama rótt sem
Aron .til að færa fórnir (v. 16, 17), en jartegnin verður
á móti Kórah og hans mönnum, og eldur frá himni
eyðir þeim. Dathan og Abíram þar á móti mögla gegn
yfirráðum Móse (v. 13), og mótmæla því, að drottinn hafi