Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 188
188
að lit eða steingrár, en þó stundum brúnn. Eyrun snúa
aítur á bonum og allir hófarnir, svo hófskeggin vita öf-
ugt við það sem er á öðrum hestum. Þó er hann alls
ekki bundinn við þessi einkenni, heldur getur hann breytt
sór á ýmsa vegu, og sumir segja jafnve), að nykurinn
geti breytt sér í alla hluti, iifandi og dauða, nema vor-
ull og bankabygg.1 Þegar sprungur koma i ísa á vetrar-
degi, verða þar af dunur miklar, og segja inenn þá, að
nykurinn hneggi. Hann kastar fyli eins og hestar, en
alt í vatni. Þó hefir það borið við, að hann hafi fyljað
hross manna. Hestar undan nykrum verða mestu úrvals-
gripir að stærð og kröftum, en það er einkennilegt við
þá, að þeir leggjast niður, hvort sem þeim er riðið yfir
vatnsfall, sem vætir kvið þeirra, eða þeir bera bagga, og
hafa þeir þá náttúru af nykrinum. Hann heldur sig á
landi við ár og vötn; er hann þá spakur, og tæiir menn
til að riða sér yfir. Þegar það hefir við borið, að menn
hafa farið honum á bak, iileypur hann óðara útívatnið,
og legst þar, og dregur þá með sér niður í djúpið, er á
sitja.2 Nykrar eru stundum stórvagsnir, svo að varla
verður komist á bak þeim, en þeir lækka sig þá að fram-
an, eða leggjast á hnén, svo að menn geti setst á bak,
og þjóta svo eins og örskot út í vatn sitt. [Framh.]
1] Huld VI, bls. 21
2] Mestöll greinin og ýmislegt fleira um nykurinn er t.ekið
eftir þjóðs. J. Arnasonar I, bls. 135—38.