Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 101
101
son." Þorleifur þorði eigi annað en svara þessu vel og
kvaðst vilja „þat bæta við góðra manna sann,“ er hann
hafði seinna farið á konungs fund, en honum voru orð
til send.1
Umræður þessar lýsa bezt hve tilfinningarlausir sum-
ir hinir merkustu ísiendingar voru orðnir fyrir sjálfstæði
landsins, og hve kjarklitlir þeir voru á móti tilraunum
konungs, sem engin ráð átti yfir þeim á íslandi. Var
þetta öðruvísi áður fyrri. lugsögumaður sjálfur, Ólafur
Þórðarson, bróðurson og vin Snorra Sturlusonar, skorar
nú á bændur að taka vel erindi konungs, sem eigi var
annað en ásælni og ójöfnuður, og þótt sá flokkurinn, er
á móti stóð, væri miklu fjöimennari, hafði hann þó mið-
ur, af því að þeii'voru svo deigir; rjettlætistilfinning þeirra
var eigi eins sterk og ágirndin og frekjan hjá þeim, sem
fóru með konungserindi. Ólafur Þórðarson var einn af
hinum vitrari mönnum á landinu, en eins og dr. Björn
M. Ólsen hefir ritað,2 mun mannskaði sá, sem ættmenn
hans urðu fyrir um 1240, og utanlandsför, hans imfa
haft þau áhrif á hann, að hann leiddi allan ófrið hjá sjer
sem mest hann mátti, en hins vegar hefur honum að
líkindum verið ljóst, live sterku tangarhaldi konungur
hafði þá náð á ýmsum íslenzkum höfðingjum. Ólafur
var vel kunnugur í Noregi og þekkti stjórnaraðforð Hákon-
ar konungs og sá launráð hans, — fyrir því hefur hann
ætlað að bezt mundi, að gefa sig viljugur undir konung.
Líka tók heilsa Ólafs að bila um þessar mundii', þótt
hann væri að eins fertugur að aldri; kjarkur hans hefur
þá lika minnkað. Arið eptir ljet hann af lögsögu sök-
um vanheilsu. Enn fremur hefur það eflaust verið nokk-
uð sökum frændsemi, að Ólafur studdi erindi það, sem
bróðursonur hans fór með
1) Sturl. II, 118—19, sbr. 102.
2) Den tredje og fjerde grammatiske Afhandling. bls XXXV.