Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 148
148
það hallast meir og meir og missir alt. jafnvægi, svo
hinn fær kastað honum frá sér niður á hnakkann eða
bakið. — í annan stað atvikast líka svo við bragð þetta,
að klof bragðbeitings kemur til að ríða i einu vettvangi yfir
mjöðm bregðanda, svo hann þarf þá að eins að halla sér,
til þess að bragðbeiting reiði yfir um hann öfugan eða
upp í loft, komandi niður á hnakkann og herðarnar; eru þá
áhrif þessa bragðs in allra mestu og það snyrtilegt og
glímumannlegt.
Öfugt ldofbrag!i er raunar eigi í neinu verulegu
ólikt inu rétta, nema að þá er hinn fóturinn eða hægra
fótar hnéð notað til að bregða með, og því hleypt upp á
milli fóta hins, sem næst vinstra lærinu, um leið og
bregðandinn hallar sér sem mest hann má aftur
á bak á vinstra fót sinn og hefir hiun þannig á loft,
sjrýst þá með hann á vinstra fæti til vinstri liliðar, unz
jafnvægi hans missist, og vindur hann þá niður á snið,
öÍLigan eða aftnr á bak. — Þá er klofbragðsmaður eðli-
lega skæðastur er hann er fær og leikinn í að beita báð-
um þessum brögðum á víksl og eru örvendir menn oft
mestu viðsjálsgripir á klofbrögðunum. Ef að ghmt er
upp á iua vinst.ri hendi, þannig að hún hafi yfmtðkin,
þá fara brögðin að vísu fram eins og hér er lýst, én glím-
endur nefna þá ið hér nefnda rétta bragð öfugt, og svo
ið öfuga rétt, og kemur í sarna stað niður. Klofbragðið,
þó fallegt og íþróttlegt sé, er í rauninni allerfitt bragð og
vandi að læra það vel, þuifa menn einkum að vera vel
bakstei kir og all-handsterkir tii þess. í annan stað er
sækjanda sjálfum jaínan nokkur hætta búin af þessu
bragði sinu, er hann þarf jafnan að ganga allmjög inn
undir hinn, sem þá á, ef bregðandi er eigi nógu skjótur
að hefja hann af fótum, eða ná honum upp, oft allhægt
með að ná hælkrók á bregðauda og keyra hann aftur á
bak á hnakkann, en til þessa þarf verjandi aö veia sér-