Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 50
50
um ritunum, byrjun 7. aldar. En vér getum fært það
lengra aftur. Að öllum líkindum hafa báðir elztu spá-
mennirnír, sem látið hafa rit eftir sig, Amos og Hósea,
þekt. frásögur þessara fornrita (sbr. Amos 2, 9; Hós. 12,
4. 13), en þeir lifa báðir á fyrra helming 8. aldar (Am-
os á dögum Jeróbóams annars, hinn nokkru síðar); við
það færist neðra tímatakmarkið lengra aftur eða til önd-
verðrar 8. aldar eða jafnvel til ioka 9. aldar. Hins vegar
virðist mega ganga að þvi visu, að hvorugt þessara rita
sé samið fyr en eftir skiftingu ríkisins eða árið 933 f.
Kr. og mun því óhætt að setja efra tímatakmarkið í
kringum árið 900. Niðurstaðan verður þá sú, að rit
þessi séu samin einhvern tíma á 9. öldinni, að minsta
kosti það ritið, sem alment er talið eldra, Jahve-ritið.
Só nú farið nærri sönnu, ef sagt er, að Jahve-ritið sé
samið á árunum 850—800 f. Kr., þá virðist liggja nærri
sð álíta, að Elóhím-ritið só samið seint á tímabilinu
800—750 f. Kr. Nánar verður þetta ekki ákveðið.
En þá er eftir að ákveða tímahlutfallið milli 5. Móse-
bókar og Prestaritsins.
Lengi framan af var það álit manna, að Prestaritið
væri elzt allra heimildarrita Móse-bókanna, en það
bygðu menn aðallega á þvi, að þetta rit er stærst allra
heimildarritanna og myndar eins og höfuðstofn fimmbók-
ritsins. Enn fremur litu menn svo á, sem hin mikla ná-
kvæmni höfundarins i lýsingu viðburðanna, sérstaklega
þó i öllu, er snertir guðsþjónustuna og fyrirkomulag
hennar eða prestalöggjöfina yfir höfuð, væri vottur þess,
að ritið væri mjög gamalt. En því lengur sem starfað
hefir verið að hinni vísindalegu ransókn gamla testa-
mentisins, sérstaklega fimmbókaritsins, þess meir hafa
menn fjarlægst þá skoðun. Nú er það samhuga álit
allra, sem skyn bera á þau efni, sem hér ræðir um, að
Prestaritið sé ekki að eins miklu yngia en bæði Jahve-