Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 154
154
legt. Hælkrók tíðka því eigi, að undanskildu í ýmsum
viðlögum, svo sem lýst er við klofbragð og víðar, nema
viðvaningar og stirðbusar, og stendur fimum glímu-
mönnum lítil ógn af honum. Þeir gera þá annaðhvort,
að þeir verða hælkrókssækjanda fyrri til og beita hann
leggjarbrögðum, og hindra þannig hælkróka hans, eða
þeir vinda sér á hæli og kippa fæti sínum úr bragðinu.
Til er og hnésbótarbragð, sem sumir brúka við á-
sækna hælkróksmenn og fer þannig fram: Jafnskjótt og
sækjandi hefir hælkrók náð, bregst verjandi snögt við og
þrífur með þeirri hendi, sem eftir króknum liggur bein-
ast við, með afli í hnésbót hins, og gjörir sem harðast
hnykk á hann með hinni hendinni, eða í þá hliðina, sem
hann hefir fótinn á lofti eða í króknum, og verður það
tíðum til að fella hann.
Hér eru þá aðalbrögð góðra glímumanna að mestu
upptalin, og þá eigi hér við að bæta öðru en fáeinum
smábrögðum, sem hinn og þessi temur sér, og geta, þótt
lítilfjörleg sýnist vera, jafnan orðið sleip í fyrsta og
annað sinn, þeim er fyrir þeim verður. Ýmsum þessum
smábrögðum er raunar hér að framan lýst við aðalbrögð
þau, er þeim skyldust eru eða tíðast fylgja. Þannig er
bæði hálsbragð og ristarbragð þegar komið og svo flest-
öll algengari handbrögðin. Við þessi brögð er þá einkan-
iega þessara að geta.
Með hnjánum beitast raenn stundum brögðum á þann
hátt, að menn setja hnén á víksl, eftir því sem menn
í hvert skifti finna að bezt muni við eiga, utanvert á
hné mótstöðumanns síns, og sveigja hann jafnframt eða
reyna að hnykkja honum niður til sömu hliðar. Mætti
þetta hnjábrögð eða hjáhnykki kalla.
Hnébragð er það aftur oft nefnt, er menn slá með
þeirri hendi er undirtakið hefir (vinstri hendi) á utanvert